Kirkjuritið - 01.02.1963, Page 36
82
K I R K J III! I T1 D
varð liann að fara, þótt honum væri það þvert um geð. Hann
lézt að Rafnseyri 1862.
Eftirmaður séra Jóns, Árni Böðvarsson, bróðir séra Þórarins
í Görðum og faðir séra Helga í Ólafsvík, var einungis 5 ár
prestur að Setbergi og fékk Isafjörð 1866, en eftir hann kom
fjöliiæfasti prestur, sem hélt Setberg á öhlinni, sem leið. Það
var Helgi Sigurðsson frá Jörva, sem var prestur á Setbergi í 9
ár, 1866 til 1875. Hann var læknir að mennt, en lagði á margt
gjörva hönd. Var hann bæði ljósmyndari og teiknari. Einnig
lagði liann stund á garðyrkju. Var gáfumaður og í röð mikil-
hæfustu manna. Eftir að hann var orðinn prestur að Melum í
Borgarfiröi, komst prófastur hans þar svo að orði um hann:
„Bezta prestshöfuð í Borgarfjarðarsýslu, höfuðið á Melum“.
Einkasonur séra Helga, Helgi Helgason, dó að Setbergi 1872,
23 ára, „frænda von og föðurlands síns“, eins og séra Helgi
setti sjálfur á grafskrift þá, sem varðveitt er í kirkjunni enn
í dag. Séra Helgi sá að vonum mjög eftir honum. Var hann
föður sínum til mikils gagns bæði á sjó og landi. Hafði hann
numið dönsku og frönsku, og var aðaltúlkur sveitarmanna við
Frakka, er þeir lentu í Eyrarsveit og áttu kaupskap. 1 sögu
þjóðar vorrar mun séra Helga lengst minnzt fyrir það, að liann
gaf árið 1863 15 forngripi sem vísi að íslenzku forngripasafni
og lagði þannig grundvöllinn að Þjóðminjasafni Islands. Má
kalla séra Helga föður þessa safns, sem á aldar afmæli á næsta
ári. Séra Helgi varði miklum tíma til ritstarfa, enda unni
liann mjög þjóðlegum fróðleik. Hann gerði margar manna-
myndir, m. a. af skáldunum Jónasi Hallgrímssyni og Sigurði
Breiðfjörð. Séra Helgi lézt 1888, 73 ára gamall.
Bjarni Sigvaldason, prestur á Lundi í Borgarfirði, fékk Set-
berg 1875, en komst þangað ekki, því að liann mátti ekki flytja
sauðfé sitt vestur vegna fjárkláðans. Fékk hann því leyfi til
að vera kyrr á Lundi. Var þá séra Þorvaldi Jónssyni veitt
brauðið 1875. Kvæntist liann sama ár Þórdísi Jensdóttur, bróð-
urdóttur Jóns Sigurðssonar forseta. Var Þórdís talin líkust
honum allra manna að dómi þeirra, sem þekktu þau bæði.
Þau Þorvaldur og Þórdís urðu fyrir þeirri miklu sorg á Set-
bergsárum sínum að missa háða syni sína. Dóu þeir úr harua-
veiki, en þá stóðu menn varnarlausir uppi gegn þeim vágesti.
Aðra dóttur sína misstu þau, eftir að þau komu til Isafjarð-