Kirkjuritið - 01.02.1963, Síða 42

Kirkjuritið - 01.02.1963, Síða 42
SigiirSur Jón Jóhannesson: Grettir Ásmundsson Þegar ég var á tólfta aldursári dreymdi mig eftirfylgjandi draum. Ég átti þá heima á SíSu í Refa-sveit. Bær sá stendur í talsverðum lialla og var því Iilaðin stétt framan undir hann og upp með skemmuvegg, sem var sunnan við bæjargöngin og lækkaði hún eftir því sem ofar dró. Ofan til á henni var mátu- legt sæti fyrir mann. Það var nótt eina um sumarið að ég þótt- ist koma út og ganga suður á stéttarhornið og líta upp með skemmuveggnum. Sá ég þá mann, sem sat ofarlega á stéttinni og studdi handleggjunum niður á linén. Ég þekkti ekki mann þennan en gekk samt upp til hans. Heilsaði hann glaðlega upp á mig. Ég tók því og spyr liann síðan að nafni eins og þá var títt við ókennda menn. Hann svarar: „Ég heiti Grettir Ásinundsson“. Ég varð hálfhissa en taldi samt víst, að maðurinn segði satt. En það sem mig furðaði mest var, að liann skyldi ekki vera stærri en þetta, því að ég Iiafði liugsað mér Gretti sem ógurlegan risa að vexti, en nú datt mér í hug: Hann er þá ekki mikið stærri en hann Jónas á Breiðavaði, en það var hóndi einn þar, nærri á næsta bæ; hann var fullar þrjár álnir danskar á hæð og stærstur þeirra manna, sem ég mundi eftir að liafa séð, en miklu þótti mér þessi vera sverari allur. Ég fór svo að virða liann sem bezt fyrir mér, því að ekkert varð ég hræddur. Sá ég þá, að ákaflega var liann mikill um herðar og þykkur undir hönd. Mér þótti hann vera breiðleitur og rauðleitur í andliti en ekki verulega freknóttur, en gat liafa verið það þegar Iiann var ungur, en nú var liann eins og all- ur jafn veðurtekinn. Hár hafði hann rauðbjart, sem náði nið- ur á miðjan hálsinn og breltist lítið eitt upp að neðan; skeggið var nokkuð rauðara en hárið. Það var stutt og þétt og var gran- stæðið nokkuð breitt. Hann var fullur að vöngum og andlits- fríður; leit út fyrir að vera hér um bil á fertugs aldri. Bún- ingur lians var þannig, að hann hafði mórauðan liattkiif linan á höfði með litlum börðum, í mórauðri vaðmálsliempu fóður- lausri, sem tók rétt niður á stéttina þar sem hann sat og í brók- um úr líku efni. Ekki sá ég hann bera vopn utan að mér sýnd- ist eitthvað liggja yfir þver læri hans. Það var langvaxið og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.