Kirkjuritið - 01.02.1963, Blaðsíða 44
Bækur
ISLENZKT MANNLÍF IV
cftir Jón Helgason.
ISunn 1962.
Þetta er mikill listvefnaður. Uppi-
etaðan sem áður ýmsar sagnir úr hin-
um ogl>essum áttum,en ívafiðmikið
glit orðfimi, hæðni og skáldlegs hug-
arflugs liöfundar. Honum hregst
aldrei sú hogalist að endurlífga at-
burðina og vekja persónurnar upp
frá dauðum. F’rásögnin ævinlega
spennandi og oft óvenju skemmti-
leg. Enda hafa þessir þættir náð
gífurlegum vinsældum.
Gallar eru þó á gjöf Njarðar, hér
sem annars staðar. Vart getur hjá
því farið að hugmyndaflugið og
skopskinið Ieiði stöku simuun út i
gönur eða a. m. k. smávegis ýkjur,
enda verður raunar liðin saga aldrei
sögð til fullrar hlítar nc í sínu
saunasta ljósi.
Oðru vil ég sízt leyna. Mér finnst
þessi völundur ekki vera nógu leit-
andi eftir marghreytilcgum smíðis-
efinun. Langflestar frásögurnar eru
á einhvern hátt hrollvekjandi,
of oft af misendismönnum, eða
harmsögulegum viðburðum. Út af
þessu hregður þó t. d. í fyrsta þætti
þessarar bókar: Postulinn á Fells-
strönd. Það er merkileg mannlýs-
ing. Ganian væri ef Jón segöi í
framtiðinni fleiri sögur góðra
mamia og göfugra.
Því cnn á liann vonandi margar
hækur óskráðar.
GUNNAI? HELMINGUK
eftir Stanley Melax.
Bókaforlag Odds Björnssonar 1962.
Höfundur skrifaði nokkrar sögur
á sínum yngri áruni og tekur nú upp
þráðinn á ný eftir að hafa látið af
prestsskap.
Þetta er saga um „litinn mann í
litln þorpi“. Höfnndi er ljóst, að
hann er ekki að skrifa um mikil-
fenglega menn og stórviðburði í
áhrifamiklii umhverfi, heldur aðcins
að leiða hversdags manneskjur í
venjulegri önn og óhrotnum aðstæð-
tini, fram á sjónarsviðið. Þelta tekst
honuni vel. Stillinn er lipur og frá-
sögnin mæröarlaus, með viðfelldum
liraða. Persónurnar venjulegt fólk,
liver með sínum séreinkennum,
skoðaðar með skilningi, hlöndnuni
meinlausu skopskyni.
Ætla má, að þetta verði vinsæl
skcnuntisaga — og ailur hinn ylri
búnaður er óvenju geðþekkur.