Kirkjuritið - 01.05.1966, Qupperneq 30
220
KIRKJUIUTIÐ
liolts að undirlagi Þórðar Þorlákssonar, er þá sat þar á biskups-
stóli. Þar voru Passíusálmarnir prentaSir í 4. sinn áriS 1690, —
og þá í fyrsta sinn með eigin titilblaði. Aftan á því er mynd af
krossfestingunni og vers. Sálmarnir befjast svo á 3. síðu og eru
nefndir: „Þeir fimmtíu heilögu Passíusálmar.“ Hér er bætt inn
í þeim versum, sem felld voru niður í Hólaútgáfunum, en sálm-
urinn: Allt eins og blómstrið eina, felldur niður.
Nótur eru við 3 fyrstu sálmana. Á eftir eru prentaðar Kross-
kveðjur lieilags Bernbards frá Clairveaux, þýddar af Arngrínn
lærða og 7 píslarsálmar sr. Jóns Magnússonar í Laufási. Á öft-
ustu síðu er „Gamall buggunarsálmur.“
5. prentunin kom einnig út í Shálholti áriS 1696. I þetta sinn
er brotið stærra en áður og letrið gott. Ber þessi útgáfa af öðr-
um, sem á undan voru komnar. Hér eru Passíusálmarnir loks
einir I jóða í bókinni. En örkin er fyllt með bæn í óbundnU
máli eftir Jóliann Arndt.
Þessi prentnn markar að vissu leyti tímamót í útgáfusögunnn
bæði vegna liins endurbætta ytra útlits, — og -—- þó fyrst og
fremst vegna þess, að í formála kveður Þórður biskup fyrstur
manna upp lir um snilld Hallgríms og gildi Passíusálmanna —
á þann veg, er síðari kynslóðir liafa staðfest svo rækilega.
Á 6. prentun, sem út kom á Hólum 1704, hefir þegar verið
lítillega minnzt. — Útgefandinn, Björn biskup Þorleifsson var
all gjarn á að láta á sjálfum sér og sínum verkum bera.
Hann tók upp latínutitil á Passíusálmunum: Psalleriutn
Passionale. Bókin befst síðan á löngum og skrúðmálgum for-
mála um skáldskap og sönglist. Margt er þar vel sagt, eins og
áður tilvitnuð orð sýna.
Því næst gerir biskup, — í „ávarpi til lesarans,“ •— greiu
fyrir tveimur breytingum, sem bann taldi sig, -— af trúfræði-
legum ástæðum, — liafa orðið að gera á texta Passíusálmanna-
Onnur er í 18. versi, 14. sálms. Hann breytti þar setningunm:
„Af illum djöflum líða má,“ — í „með illum djöflum líða ma-
— Hin breytingin varð þó stórum sögulegri og afdrifaríkari.
Hallgrímur segir um iðrunarleysi Júdasar í 12. versi, 16. sálins:
„Synd á mót beilögum anda / lield ég, liér liafi skeð.“ En
Björn biskup og guðfræðingar lians voru á annarri skoðun —'
og breytti biskup þessu í: „Synd á mót heilögum anda /