Kirkjuritið - 01.05.1966, Side 34
224
KIRKJURITIÐ
1855. Aftast er prentuð þessi atliugasemd: „Þessi útgáfa Passíu-
sálmanna er lesin saman vi8 eina hina elztu útgáfu þeirra, sern
prentu8 er á Hólum 1751, og ví8a lagfœrS eftir lienni.“ Hér er
átt við Sálmabókina frá 1751, þar sem Passíusálmarnir eru
prentaðir í 15. sinn, að því er fullvíst má telja.
/ 33. prentun, — Reykjavík 1858, — talin 29. útgáfa, — er
formáli Hallgríms að nýju tekinn upp, en honum hafði verið
sleppt í öllum Viðeyjarútgáfunum. Utgáfa Hálfdánar Einars-
sonar frá 1780 er hér tekin til fyrirmyndar að nýju, — prent-
aður eftirmáli lians og orðamunur. Mun Jón Þorkelsson, síðar
rektor, liafa liaft umsjón með þessari útgáfu, enda ber húu
þess augljóst merki, að þar hafi verið kunnáttumaður að verki-
/ 34. prentun, sem kölluS er 30. útgáfa, — Reykjavík 1866, ■—
eru Passíusáhnarnir í fyrsta sinn prentaðir með latínuletri. Að
öðru leyti er útgáfan samhljóða þeirri næstu á undan.
Slíkt hið sama má segja um 35. og 36. prentun, Reykjavík
1876 og 1880 —■ nema þar er eftirmáli Hálfdánar Einarssonar
felldur niður.
37. prentun, Rvík 1884, — nefnd 33. útgáfa, er og óbreytt að
efni. En hrotið er talsvert stærra en áður og letrið fallegt og
skýrt.
Þessi útgáfa er sú síðasta af þeim 7, sem prentaðar voru af
Einari Þórðarsyni.
Um liinar 4 síðasttöldu prentanir skal þess svo sameiginlega
getið, að í nokkrum hluta upplags liverrar hókar liefir myn4
Hallgríms verið prentuð fremst. A. m. k. liefi ég slík eintök
undir liöndum, — öll í samtíma bandi, að því er bezt verður
séð, — og því litlar líkur til að myndirnar hafi síðar verið
felldar inn í eða bundnar með.
Ári8 1887 kom út í Rvík fyrra bindi af Sálmum og kvceSuJU
Hallgríms Péturssonar, er Grímur Tliomsen safnaði. I því hindi
eru Passíusálmamir prentaSir í 38. sinn, — en sjálfur telur
Grímur það vera 37. prentun. Texti sáhnanna er hér allmikið
frábrugðinn eldri útgáfum, þar eð Grímur fór eftir eiginliandar-
ritinu. Hér eru Passíusálmarnir í fyrsta sinn prentaðir þannigi
að ljóðaforminu er fylgt og liver hending í einni línu.
39. prentun, — talin 38. útgáfa, samkvæmt leiðréttingu Gríms
Thomsens, — Rvík 1890.