Kirkjuritið - 01.05.1966, Page 36
KIRKJURITIÐ
226
48. prentun, Rvík 1920. Óbreytt frá 46. prentun, nema hér
er aftur prentað eftir ljóðlínum.
49. prentun, Kaupmannahöfn 1924: „Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar, gefnir út eftir eiginliandarriti höfundarins, 250
árum eftir lát lians. Hið íslenzka Fræðifélag í Kaupmannahöfn
gaf út. Finnur Jónsson hjó til prentunar. — Finnur Jónssoö
skrifar formála. Þá er stafrétt útgáfa eiginhandarrits þess, sem
varðveitzt liefir og áður er á minnzt. Því næst koma viðaukar,
og loks er löng ritgerð um „lieimildir þær, er Hallgrímur Pét'
ursson notaði við Passíusálmana“, eftir dr. Arne Möller. — Þetta
er vísindalegasta útgáfa Passíusálmanna, sem prentuð liefir
verið.
50. prentun, Rvík 1928. Útgefandi Bókaverzlunin Emaus. Á
titilblaði er skýrt frá, að þessi útgáfa sé „samhljóða vísindaút-
gáfu hins íslenzka Fræðafélags í Kliöfn, 1924. — Þetta er
stærsta alþýðuútgáfa Passíusálmanna.
51. prentun, Rvík 1929. — Eins og 48. prentun frá 1920.
52. prentun, Wpeg. 1938. 1 nýrri útgáfu sálmabókarinnar-
53. prentun, Rvík 1942. Óbreytt frá 51. prentun.
54. prentun, Rvík 1943. Kölluð 52. útgáfa. Þetta er skraut-
útgáfa í stóru, fjögurra blaða broti, með myndum eftir Diirer og
öðru bókarskrauti. Eintökin eru tölusett. Sigurbjörn Einarsson?
núverandi biskup sá um útgáfuna og ritar hann ýtarlegan f°r'
mála um Hallgrím og Passíusálmana. Fylgt er texta eiginhand-
arritsins.
55. prentun, Rvík 1944. Hér eru Passíusálmarnir prentaðir
í „Hallgrímsljóðum,“ —- úrvali, sem Bókaútgáfan Leiftur ga^
út, en Freysteinn Gunnarsson sá um.
56. prentun, Rvík 1944. Kölluð 54. útgáfa. Þetta er nákvæm
endurprentun textans frá 54. prentun. En myndir og bókar-
skraut tekið burt, formáli felldur niður og blaðsíðutali hreyÞ-
57. prentun, Rvík 1944. Þessi útgáfa er ljósprentuð eftir
nótnaútgáfunni frá 1906—1907. Á fyrra titilblaði er prentað
með smáu letri í hægra liorni: Ljósprentað í Lithoprent 1944-
Eins og sjá má, komu út þrjár útgáfur Passíusálmanna árið
1944. 1 röðun þeirra liér að framan er fylgt útkomutíma.
58. prentun er í íslenzku sálmabókinni, sem gefin var út að
nýju í Wpeg. 1946.