Kirkjuritið - 01.05.1966, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.05.1966, Blaðsíða 46
KIItKJURITIÐ 236 væri. Hitt væri sýnu vænlegra til árangurs, að' tveir eða fleiri prestar sætu saman í einum stað, þaðan sem liægast væri um vik að þjóna til allra átta. Einhverjir kunna að spyrja, livort reynslan af tvímennis- prestaköllum bæjanna sé svo góð, að rétt sé að höggva þar enn í sama knérunn. Því er til að svara, að vísast mætti þar sumt betur fara, en svo lengi lærist sem lifir. Og senn fer okkur að skiljast, að með því að setja tvo skipstjóra jafnréttháa á santa fley er þeim vísvitandi att saman eftir öllum kennimerkjum um mannlegt eðli. Og vitaskuld er hægurinn hjá að setja starfs- skiptingu með prestum, þó að þeir sitji í einum stað, hvort sem sú skipting miðaðist við búsetu sóknarmanna eða aðgreining prestsstarfsins í sama prestakalli eftir föstum reglum. Mundi og fáum eftirsjá í, þó að Jiessi íslenzka uppfinning um tvo presta með óaðgreint starfssvið í sama prestakalli breiddist ekki meir út en orðið er. Við væntanlegar breytingar Jiarf að lialda á málum af festu og réttsýni og sveigjanleik og Jiað Jiví fremur sem liugsanlega er enn verið að tylla nýrri bót á gamalt fat í stað þess að stokka spilin upp að nýju. Meng Ilao-Jan: Nœturhugsamr á Chieu-Te-fljóti Meðan bátinn niinn rekur í þokunni og dagurinn fjarar út, vakna með mér gainlar niinningar: Hvað heimurinn var stór — trcn og himinninn nálengd — og hægur vandi að liafa liendur á tunglinu í tæru vatninu- (G.Á.)

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.