Kirkjuritið - 01.05.1966, Side 48

Kirkjuritið - 01.05.1966, Side 48
238 KIRKJURITIÐ Sú var tíðin að náttúran liafði reynzt lionum óþrotleg fagn- aðaruppspretta. Heima -—- hann liætti aldrei að þrá „meine geliebte Heimat“, (sína elskuðu átthaga), eins og liann kallaði landið, sem honum var meinað að lifa í lengur — heima var það vani hans að fara iðulega eldsneinma á sunnudagsmorgn- um í langar skógargöngur með svolítinn matarbita í skreppu sinni og ljóðmæli Eichendorffs í vasanum. Undur varð hann glaður, þegar eiun þeirra fáu vina, sem hann eignaðist í út- legðinni, lánaði lionum þessa hugumkæru bók og liann komst að raun um að merkt liafði verið við sum kvæðin, sem hann hafði mest dálæti á. Þótt vísindamaður væri, var hann draum- óramaður í hjarta sínu. Eftir að liafa lýst því, livað hann sé aumur og af sér genginn, lýkur hann einu bréfi sínu með þessari brýningu til sjálfs sín: — ■— En lialtu fánanum þrátt fyrir allt liátt á lofti, gríptu fast um stöngina og lát liana ekki falla. Guð, sem svo margt gott liefur gerl þér, mun ekki yfirgefa þig, ef þú gefst ekki upp sjálfur. Hann átti ekki trú feðra sinna. Hann var kristinn. Eitt liarms- efna Iians fólst í því, að konan hans, sem lionum var samlynd í flestum efnum, var laus við trúhneigð. Hann var sjálfur mikill bænarmaður. Hversu þjáður, sem hann kunni að vera, tók liann innilegan þátt í erfiðleikum annarra og bar upp mál þeirra fyrir föður miskunnsemdanna. Síðast var liann svo tærður og um leið svo viðþolslaus af kvölum, að ef kærleikur lians til konunnar sinnar hefð'i ekki verið eins sterkur og liaiin var, Iiefði hann ekki afborið þrá sína eftir dauðanum. Það féll í hlut þess, sem hripaði þessar línur að uppfyll® þá ósk hans að vígja duft hans grafarrónni með svo fábrotnun1 hætti, sem liugsast gat. Loks liafði liinn flekklausi hetjuandi verið leystur úr læðingi og fengið að neyta vængjanna. ★ Þrennt þarf til inikils lærdóins: aiV kynnast niörgu, þjást niikiiV og lesa öll kynstur. — Catherall.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.