Kirkjuritið - 01.11.1966, Blaðsíða 15
KiitKjuitmn
397
20. gr.
Kirkjustjórnin hlutast til um, að þær breytingar á skipun prófastsdæma
°g prestakalla, sem ákvæði 1. gr. hafa í för með sér, komist á svo fljótt sein
'ið verður komið eftir gildistöku þessara laga.
B.
21. gr.
Stofnaður skal sjóður er nefnist Kristnisjóður.
22. gr.
Stofnfé sjóðsins er:
Kirkjujarðasjóður. Skal sá sjóður lagður niður og renna í Kristnisjóð.
Andvirði kirkjujarða, annara en prestssetursjarða, sem seldar verða
eftir gildistöku laga þessara.
23. gr.
lekjur Kristnisjóðs skulu vera:
a- Vextir af stofnfé Kristnisjóðs.
*>• Árlegt framlag úr ríkissjóði er samsvari opinherum kostnaði af þcim
prestaköllum, sem lögð eru niður samkvæmt lögum þessum og við síð-
ari hreytingar á prestkallaskipun landsins. Skal miða við full prests-
laun, eins og þau eru á hverjum tíma, svo og við áætlaðan opinberan
kostnað af prestssetri.
Önnur framlög, sent ákveðin kunna að vera með lögum.
'k Frjáls framlög safnaða, einstaklinga og fyrirtækja.
24. gr.
Hlutverk Kristnisjóðs skal vera:
H Að launa aðstoðarþjónustu presta eða kandidata á þeim stöðum sem
þess er sérstök þörf. Biskup gerir ráðstöfun unt þessa þjónustu í sam-
ráði við hlutaðeigandi sóknarpresta og héraðsprófasta. Kandidötum
skulu goldin laun skv. 19. flokki kjaradóms.
Að launa starfsmenn, sem ráðnir eru til sérstakra verkefna í þágu þjoi -
kirkjunnar í heild samkvæmt ákvörðun Kirkjuþings. Slíkir starfsinenn
skulu ráðnir af biskupi með samþykki kirkjuráðs, enda liafi starfið aður
verið auglýst til umsóknar með venjulegum hætti.
k Styrkja söfnuði, er ráða vilja leika starfsmenn til starfa á sínum vegum
á sviði æskulýðsmála, líknarmála eða að öðrum mikilvægum verkefnum.
4- Veita styrki fátækuin söfnuðum, styðja námsmenn og ýmsa starfsemi
kirkjunnar, svo sem útgáfu kristilegra rita og hjálpargagna i safnaðar-
starfi og önnur brýn verkefni.
astir starfsmenn kirkjunnar, sem ráðnir eru til fullrar vinnu skv. 24. gr.
* °K 2, skulu njóta réttincla opinberra starfsmanna. Kandidötum skal reikn-