Kirkjuritið - 01.11.1966, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ
417
eyða borgir og landflæmi í einn vetfangi og mönnum vex sá
máttur í augum vegna þess að engir eiga sér undankomuvon.
En ekki er rétt að gleyma að vísindin hafa samtímis fært
mannkyninu liverja blessunina annarri meiri. Ungbarnadauð-
inn er víða horfinn úr sögunni. Linaðar eru kvalir óteljandi
sjúklinga. Ljós og varmi flóir um íbúðir flestra þjóða um heim
allan. Og sakir afreka vísindamannanna börfar bungurvofan
* meira undan.
Þann veg vinna vísindamennirnir flestum meira í anda Krists.
FrœSslutakmarkiS
Engir tímar eru algóðir, enda fæstir anægðir með það, sem við-
gengst á þeirra dögum. Guðmundur á Sandi skrifar í bréfi til
«Norðurlands“ 17. júlí 1909:
„Allir menn í landinu þykjast bera fyrir brjósti menntun
harna og þroska einstaklinganna. Til þess er kostað meira fé
en bægt er. — En til livers er að mennta börn bér í landi, þar
Sem varla sést til sólar fyrir mývargi þeim, sem rangsnúnar
foksemdir og kynngi magnaðar þjóðlygar þyrla upp í loftið? —
Það befur komið í 1 jós nú á síðustu tímum, að þjóðin veit
eEki, hvað hún vill. Hún veit bvað liún vill ekki. En það er
ekki nóg. Það er eitt einkenni bernskunnar og þroskaleysisins.
'— Mér kemur í hug það, sem gamall bóndi, greindur og ein-
kennilegur, sagði eitt sinn lieima bjá sér. Hann sagði:
„Það er inikið óhræsis kvenfólk liérna: Það veit aldrei, livað
það vill — en vill þó alltaf eittlivað.“
Mönnum mun finnast þetta spéspegill af uppliafi aldarinnar.
Ég bregð honum samt upp vegna þess að liann felur í sér vissan
Sannleiksvott um uppeldi og skólamál vorra tíma — og það
' íðar en hér á Islandi. Vér eigum fjöbla skóla og ágæta. Ekkert
harn eða unglingur þarf að fara á mis við margra ára menntun.
En takmark barna- og unglingaskólanna er ekki eins skýrt
°g æskilegt væri, og óneitanlega undarlegt bvað sumt er þar
hornreka, sem áður þótti nauðsynlegast til mannlegs þroska.
til að búa menn sem bezt úr garði til að verða landi og þjóð
að liði.
27