Kirkjuritið - 01.11.1966, Blaðsíða 40
422
KIHKJUItlTIÐ
manninn — að gera það að heilagri köllun sinni að berjast
með' sér gegn liinni miskunnarlausu meðferð barna og unglinga
í verksmiðjunum, þar sem jafnvel fimm ára börn væru látin
vinna frá því klukkan sex árdegis til klukkan átta síðdegis.
Af þessu öllu voru þó kolanámurnar svartasti bletturinn.
Shaftesbury krafðist þess, að skipuð yrði nefnd til þess að
rannsaka ástandið í kolanámunum og barnaþrælkunina annars
staðar en í verksmiðjunum. Slík nefnd var skipuð árið 1840.
Sjö ár voru þá liðin frá því er Shaftesbury bar fyrst frain
frumvarp sitt í þinginu um vinnubrögðin í verksmiðjunum. Á
þessum árum liafði m. a. gerst sá merkisviðburður, að ung
stúlka hafði setzt í hásæti þjóðarinnar. Viktoría drottning var
komin til valda. Nýir tímar voru að renna upp og færðu nýjar
vonir og bjartsýni.
Nefndin, sem rannsakaði kolanámurnar, liafði með sér drátt-
listarmenn, til þess að unnt væri að sýna myndir af vinnubrögð-
unum þar. Slíkar myndir þurfa menn helzt að sjá til þess að
geta gert sér Ijóst ástandið eins og það raunverulega var. Skýrsla
nefndarinnar greindi frá svo óskaplegu ástandi, að stjórn lands-
ins reyndi fyrst í stað að halda því leyndu, en slíkt var auðvit-
að ógerningur. Sannleikurinn harst lit til þjóðarinnar og fólk
varð bæði gremju og skelfingu lostið. Lýsing nefndarinnar var
ófögur. Til dæmis voru hálfnaktir unglingar látnir draga litla
kolavagna eða körfur upp brött og sleip námagöng. Keðja var
fest í þessa vagna og liinn endinn bundinn um mitti piltanna,
en þeir urðu að skríða á höndum og fótum upp þessi göngi
einn dró en annar ýlti stundum á eftir. Jafnvel börn, allt niður
að þriggja ára aldri voru látin vinna viss störf í námununi, til
dæmis sitja allan daginn á diinmum stað og gera það eitt, að
kippa við og við í taugarspotta, sem opnaði vissan hlera. Þessi
þriggia ára börn voru oft hrædd við rottur og fleira, og svo
vansæl að þau urðu stundum fábjánar. Hin Jirælkuðu börn og
unglingar í kolanámunum og verksmiðjunum voru oft orðin
gamalmenni á þrítugsahlri og lifðu stutta ævi.
Stundum voru níu til tólf ára börn látin líta eftir útbúnaðk
þar sem fólk var látið síga niður í kolanámurnar, en vegna að-
gæzluleysis eða vanmáttar barnanna fórust oft mörg mannslíf-
Eitt sinn varð barnið lirætt við niús og missti st jórn á því seni