Kirkjuritið - 01.09.1975, Síða 5
I GÁTTUM
Nefnd starfar að endurskoðun starfshátta kirkjunnar. Hefti þetta
ker það með sér með nokkrum hætti. Ekki er nema gott um það
að segja. Þjóðfélagið tekur stórfelldum breytingum um þessar
^undir. Öldin er byltingaöld, og þess gætir í öllu mannlífi. Hin
skipulagða, jarðneska kirkja þarf að gæta þessa. Það er rétt-
^æt spurning, hvort hún muni ekki einnig þurfa byltingar við.
hverju skal þá bylta?
einskis er að hefja breytingar og byltingar nema Ijóst sé,
^vað muni horfa til bóta. Og það liggur ekki ætíð í augum uppi.
k*ar er reynslan ólygin. Róttækar breytingar á messuformi og
^essusöng í kapphlaup: við tíðarandann hafa t. d. ekkert orðið
nema skoplegir tilburðir, varla leitt til annars en þess að innræta
^önnum þann vafasama vísdóm, að öllu megi breyta og ekkert
Se hafið yfir móð og tízku. Þótt annað sé stundum fullyrt, er
^'klu fremur raunin sú, að fastheldni við hefðir ellegar aftur-
^Varf til gamalla siða hafi eflt kirkjusókn og kristna tilbeiðslu.
^a9a íslenzkrar kristni er orðin þúsund ára. Það, sem síra
S'9rriar Torfason hefur lagt af mörkum til þessa heftis, er góð
arninning þessa. Og margt hefur breytzt og þurft að breytast
a svo löngu skeiði. En spyrja mætti, hvort allar breytingar hefðu
0rðið til bóta. Kynni ekki að vera, að sums staðar hefði orðið
Su afturför, að þörf væri að hverfa aftur að fyrri háttum og
skipan?
það er Ijóst, að þjóðkirkjan er grátlega fáliðuð að starfi. Því til
sfaðfestu ætti að vera nóg að bera saman fjölda presta á landinu
°9 fjölda þeirra, er vinna að menntun þjóðarinnar. Sagt er, að
O0fta fámenna prestalið sé illa nýtt. Það kann að vera satt. Og
oa verður spurning til hvers prestar skuli vera. Þeirri spurning
0arf að svara, áður en nokkru er breytt eða bylt.
G. Ól. Ól.
163