Kirkjuritið - 01.09.1975, Síða 13

Kirkjuritið - 01.09.1975, Síða 13
9ólfum. í þeim öllum var hálfþil milli ^órs og framkirkju, sem einnig er í núverandi kirkju. ^ar sem prestar voru fyrrum fjár- haldsmenn kirkna og höfðu þeirra e'9ur að léni, bar þeim að halda kirkj- unum við og reisa þær að nýju eftir t>örfum. Má nærri geta, að erfitt hefir Óetta orðið Skeggjastaðaprestum á ^röinda- og fellisárum, því að presta- kallis var jafnan talið eitt hið tekju- rýrasta í öllu Skálholtsbiskupsdæmi. Vorið 1839 fluttist að Skeggjastöðum Slra Hóseas Árnason og var þar prest- Ur 20 ár. Mætti hans lengur verða ^mnzt en annarra Skeggjastaðapresta fýrir það afrek, að hann reisir hér árið 1845 þá timburkirkju, sem enn stendur. ^ánaði hann sjálfur af eigin efnum nær ^elming alls byggingarkostnaðar, ,,fyr- lr Því valdi eg þann kost, að mér þótti Sv° mikils um vert, að kirkjan gæti 0rðið varanleg og guðsþjónustunni Sarnboöin“ (Úr bréfi slra Hósesar 29/3 1847 til biskups). Alls varð byggingar- k°stnaður, nær þvi hálft áttunda hundr- ríkisdala. í einum ríkisdal voru 96 s^ildingar, en dagkaup yfirsmiðsins Var 80 skildingar. Nokkru áður en síra Hóseas fór frá ^e9gjastöðum hafði kirkjan endur- 9reitt honum allt það, er hann lánaði, 6n gjafir hafði hann gefið kirkjunni að ®uki, bæði söngtöflu 1849 og hökul 53> ásamt öðrum gefanda. ^íra Hóseas nefnir það til, er hann s®kir um önnur tekjumeiri prestaköll, fjárhagur sinn sé þröngur eftir að a1a lánað svo mikið til kirkjubygging- arinnar. Hann sótti um allmörg presta- öl1’ en fékk ekki. Loks fékk hann þó erufjörð, lifði þar tæp tvö ár efna- lítill og andaðist þar á 55. aldursári. Ævistarf hans var mest á Skeggja- stöðum, sem enn má sjá merki. Ekki er nú vitað, hve mikils það mátu sókn- arbörn hans, eða aðrir samtímamenn hans þar um slóðir, en árið 1854 var hann sæmdur heiðurspeningi, sem var „ærulaun iðju og hygginda til eflingar almennra heilla". Æviminning síra Hós- easar var prentuð í 3. árgangi íslend- ings, bls. 29. Þar er sagt, að hann rækti embætti sitt með mesta áhuga og samvizkusemi. Hann var talinn mesta valmenni, gestrisinn og gjöfull, vinsæll og tryggur og því hvers manns hugljúfi. Ávallt var hann viðræðugóður, glaður, skemmtinn og viðfelldinn. Alla ævi var hann hinn mesti bókavinur og í mörgu tilliti margfróður maður. Hann var góður búmaður og hinn mesti atorkumaður til lands og sjávar. Hann kom fátækur að Skeggjastöðum, tók við staðnum niðurníddum eftir nýaf- staðin fellisár, en gerði þar miklar endurbætur á túni og húsum, reisti timburkirkju og einnig ný bæjarhús, þar á meðal baðstofu með norsku byggingarlagi. Eftir að síra Hóseas kom að Beru- firði gengu efni hans mjög til þurrðar, líklega sökum erfiðs árferðis. Hann var alla ævi nokkurn veginn heilsu- góður, lá tæplega viku áður en hann lézt. Síra Hóseas var fæddur á Þverá í Axarfirði 20. maí 1806 kominn af heið- virðu og duglegu bændafólki í báðar ættir. Foreldrar hans voru Árni bóndi á Þverá, Þórarinsson og kona hans Salvör Þorkelsdóttir. Hann ólst upp með foreldrum fram- an af æskuárum, en um fermingar- 171
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.