Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 14
Skeggjastaðakirkja hundrað ára 1945.
aldur var hann settur til bóknáms hjá
síra Birni prófasti í Garði í Kelduhverfi
Halldórssyni og eftir fimm ár var hann
útskrifaður af dr. philos. síra Gísla
Brynjólfssyni á Hólmum í Reyðarfirði
með góðum vitnisburði. Annan skóla-
lærdóm mun hann eigi hafa hlotið.
Hann var um skeið hjá foreldrum sín-
um á Sigurðarstöðum á Sléttu og síðar
fimm ár í þjónustu kennara síns síra
Björns í Garði og vígðist þangað að-
stoðarprestur 13. júlí 1834. Honum
voru veittir Skeggjastaðir 13. nóvemb-
er 1838, en hann fluttist þangað vorið
1839. Hann fékk veitingu fyrir Beru-
firði 2. ágúst 1858, fluttist þangað vor-
ið 1859 og andaðist þar 20. janúar
1861.
Síra Hóseas kvæntist 17. maí 1826
Þorbjörgu (f. 19. september 1801)
Guðmundsdóttur, bónda í Syðri-Tungn
á Tjörnesi, Jónssonar. Hún lifði mann
sinn og bjó ekkja í Jórvík í Breiðdal-
Þeim hjónum varð ekki barna auðið.
en fóstursonur þeirra var Hóseas
Björnsson, merkur maður og vinssell.
sem fluttist árið 1903 úr Breiðdal
Vesturheims.
Ekki er kunnugt um nein skyldmenh1
síra Hóseasar suður í Breiðdal eða Þar
um slóðir, en afkomendur Guðlaugar
móðursystur hans hafa búið í Skeggi3'
staðasókn frá því um miðja 19. öld
fram á þennan dag. Einn þeirra va1"
Hóseas Árnason bóndi á Þorvaldsstöð'
um d. 2. janúar 1935.
Engin Ijósmynd mun vera til af síta
Hóseasi og engar tiltækar heimildir
172