Kirkjuritið - 01.09.1975, Qupperneq 30
þjónustu setuliðsins og féfletti nú
landa sína fyrir borgun.
Faríseanum er fyllsta alvara með
þjónustunni við Guð. Það er alveg
hægt að segja til um það, hvort menn
leggja málefni lið af heilum hug, eftir
því hvernig þeir bregðast við, sé fórna
krafist, ef maginn og buddan þurfa að
líða fyrir málefnið. Viðskipti eru við-
skipti, að dómi margra. En ekki að
áliti þessa farísea! Hann fastar og fær-
ir fórnir, sparar við sig og dregur sam-
an seglin — vegna Guðs. í augum
hans er Guð alveg eins raunverulegur
og myntin, sem hringlar í buddunni
hans.
Við ættum ekki að horfa fram hjá
þessu. Ef við hugsum dálítið um
það, fer okkur að skiljast, hve mætur
maður faríseinn er. Hann meinar það,
sem hann segir. Og hann er ekki einn
þeirra, sem myndi draga sér fé úr
samskotabauknum, eins og tollheimtu-
maðurinn væri vís til að gera, heldur
er hann sjálfur fyrstur til að gefa ríf-
lega upphæð. Fólk finnur fljótlega
hvort öðrum er alvara eða ekki. Meðan
tollheimtumaðurinn grefur undan góðu
siðferði i samfélaginu, vinnur faríseinn
að því heils hugar að rækta helgar
venjur og heilaga trú. Bæjarfélagið
veit, að faríseinn er traustur máttar-
stólpi í iífi þess og starfi.
í Ijósi þessa hættir það að vera
sjálfsagður hlutur, að Jesús skuli lofa
tollheimtumanninn en fordæma farí-
seann. Það hefur áreiðanlega ekki
verið sársaukalaust að álasa svo
traustum og góðum borgara. Sýnilegt
er, að sínum augum líta þeir hvor á
silfrið, Guð og maður.
Það er auðvelt að segja þetta, en
erfiðar spurningar leita á. Er dómur
okkar mannanna einskis virði, jafnvel
þótt um alvörugefna og þroskaða
menn sé að ræða? Er Guð ævinlega
á öndverðum meiði við okkur? Br
dómgreind okkar aldrei treystandi,
hefur Guð alltaf annað gildismat en
við? Metur Guð faðir, og sonur hans
einnig, einskis þá staðreynd, að toll-
heimtumaðurinn er þrjótur, en faríse-
inn mjög einlægur maður og heill?
Það er ekkert gamanmál, að Guð skulí
einlægt vera á annarri skoðun en
mennirnir, jafnvel þótt um skynsama
og vitra menn sé að ræða. Eða er
kannski eitthvað bogið við þann Guð,
sem hælir tollheimtumanninum en
hafnar faríseanum?
Við munum nú reyna að skilja þann
Guð, sem svo furðuiega hugsar og
kemur fram. Gerum svo tilraun til að
líta á þessa tvo menn með augum
Guðs.
Þetta getum við ekki gert kinnroða-
laust, því að báðir eru þeir nauðalíkir
okkur sjálfum. Hversu mörg okkar, sem
hafa fengið nokkru áorkað í lífi °9
starfi og hlotið lof fyrir, hafa þá komið
heiðarlega fram, þegar auðveldara hef-
ur verið að haga seglum eftir vindi?
Verðum við ekki sakfelld fyrir efsta
dómi? Allt stendur og fellur með Þvl
prófi.
Kannski eru lika meðal okkar marg-
ir, sem hafa órólega samvisku. Ef
vill geta þeir ekki haft hemil á löng'
unum sínum og hvötum; ef til vill hafa
þeir bakað öðrum manni óhamingju’
með því að breyta rangt, þegar all(
var undir því komið að þeir brygðust
ekki; ef til vill eru þeir fullir hégóma-
girndar og ofmetnaðar. Þeir hafa óbeit
188