Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 34

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 34
ögu boð. Nei, ég á enga samleið með tollheimtumanninum, ekki vegna virð- ingar minnar, heldur sakir hátignar Guðs. Eru þeir þá ekki góðir og gildir, þankar faríseans, þar sem hann stendur þarna og lýtur höfði biðjandi? Er það ekki hátign og heiður Guðs, sem honum er í hug? Hann þykist alls ekki góður sjálfur, heldur lofar náð og miskunn Guðs, sem frelsar hann, styrkir og styður. Við skiljum nú, að dæmisagan er öll á dýptina. Það er örðugt að átta sig á niðurstöðu Jesú. Vænlegast mun að spyrja næst, hvernig mennirnir tveir í musterinu komust til þekkingar á sjálfum sér, hvernig hinar ólíku játn- ingar þeirra urðu til. Svarið við þeirri spurningu er líklegt til að Ijúka upp fyrir okkur dæmisögunni. Viljirðu þekkja sjálfan þig, verð- urðu að hafa viðmiðun. Og nú er það einmitt þessi viSmiSun, sem varpar Ijósi á mismuninnámönnunumtveimur. Faríseinn mælir sig við mann, sem mjög stendur honum að baki. Þannig hyggst hann ákvarða stöðu sína fyrir Guði. Hann velur að viðmiðun tudda- legan tollara. Með því móti verður mannjöfnuðurinn honum mjög í hag. Vel veit faríseinn, að vammlaus er hann ekki. Honum er dável kunnugt um drýldnina, sem dafnar í djúpi hug- ans, þekkir fullvel frygðina, sem fær honum ótta. Samt tekst honum að halda þessum villigróðri í skefjum Tollheimtumaðurinn hefur á hinn bóg- inn hvorki tamið þessar hvatir né tukt- að. í lífi hans leika þær lausum hala og lemja hann áfram án nokkurrar vægðar. Samanburður við þá, sem síðri eru, kyndir undir hoka. Illt umtal er óvani, sem sannar þetta. Hvers vegna erum við svo gjörn á að bera í tal bresti manna? Af hverju nýtur fólk þess að smjatta á ávirðingum annarra? Ein- faldlega af því, að þá finnst okkur við vera svo miklu betri sjálf: „Þetta og þvílíkt hendir ekki mig“! Slúður, þar með taldar slefsögur kjaftadálkanna í dagblöðunum, er alla jafna dulbúin sjálfsvörn. Við viljum hampa eigin ágæti með því að vega að öðrum og ófrægja þá. Sá, sem vill vaxa í aug- um annarra með því að mikla lesti meðbræðra sinna, fyllist drembilaeti- Hann er ekki fyrst og fremst að hugsa um að troða af öðrum skóinn, heldur miklu fremur að réttlæta sjálfan sig 3 kostnað náunga síns. Þessi ranga og skaðlega viðmiðun á sér ekki aðeins stað á sviði einka- lífs, heldur og í stjórnmálum og á op' inberum vettvangi. Til eru stjórnmála' menn af skóla Machiavellis, sem eru svo óprúttnir að segja sem svo- „Stjórnmál eru og hafa alltaf verið sið' laus og mannskemmandi. Frá því sög' ur hófust, hefur valdið drottnað ýf'r réttvísinni og á endanum hefur réttvís' in orðið að löggilda valdið. Heimur stjórnmálanna lýtur nú einu sinni sím um eigin lögmálum. Viljirðu spila me^’ verðurðu að fara að þeim leikregluu1, sem gilda hverju sinni. Sá, stjórnmál3' maður, sem bindur ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir stjórnmál3' menn, verður fljótlega að viðundri o9 dagar uppi eins og nátttröll“. Það eí ekki ýkja langt síðan slíkar hugmyuð|r voru yfirlýst stefna í Þýzkalandi- l^ til dags fara menn betur með Þ3^' 192

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.