Kirkjuritið - 01.09.1975, Side 36
sem við njótum. En hroki tollheimtu-
mannsins er einhver óttalegasti og
jafnframt mest smitandi sjúkdómur
kristninnar.
Það er einmitt í þeim punkti, sem
að ofan ræðir um, sem bæn tollheimtu-
mannsins er frábrugðin bæn faríse-
ans. Þegar maður, sem kvelst af sam-
viskubiti, snýr sér til Guðs með beiðni
um hjálp og fulltingi, þá eru aðrir
menn það síðasta, sem honum dettur
í hug. Þá stundina eru þeir tveir í
heiminum, hann og sá Guð, sem hann
ákallar. Það hvarflaði ekki að toll-
heimtumanninum að fara að gera út-
tekt á faríseanum, meta fyrir sér stöðu
hans útfrá samanburði við aðra, eða
jafnvel að tíunda prakkarastrik hans.
Slíkt hefði þó getað verið hendi næst.
En þegar við erum á eintali við Guð,
þá er svo ótal margt, sem má kyrrt
liggja, þótt satt sé. Hann hefur öðrum
hnöppum að hneppa. Fyrir bragðið
verður framkoma hans svo sönn og
ósvikin. Tollheimtumaðurinn mælir sig
við þann, ,,sem er fyrir ofan hann
Björn í Brekkukoti". Guð sjálfur er
viðmiðun hans. Sú aðferð smækkar
þann, sem henni beitir. Honum verður
ískyggilega Ijóst, hve hann er fjarri
markinu. En þá er hann einmitt nær
Guði en nokkru sinni. Sjálfur getur
hann ekki einu sinni hóstað upp ávarp-
inu ,,góði Guð“. Honum finnst hann
alltof mikill maðkur til að leyfa sér
slíkan kumpánahátt. En það er þá, sem
hann heyrir Guð ávarpa sig ,,kæra
barnið mitt“.
Við, Þjóðverjar, vorum sakbitnir eftir
ófarirnar í síðasta stríði. Margir voru
að bera sig að stynja upp bæn toll-
heimtumannsins: ,,Guð, vertu mér
syndugum líknsamur. Tak ekki brott
miskunn þína frá okkar hnípnu þjóð.
En það var örlagastund í andlegu lífi
þjóðarinnar, þegar einhver heyrðist
tauta: „Aðrir eru ekki hótinu betri en
við“. Þá vorum við ekki lengur einir
með Guði. Iðrun og innri endurnýjun
hvarf eins og dögg fyrir sólu. Við
vorum þá farnir að bera okkur saman
við hræsnisfulla lýðræðissinna, drembi-
láta farísea meðal sigurvegaranna.
Tvennt skal tekið fram að lokum.
í fyrsta lagi þetta: Páll postuli átti
það til að vera sjálfhælinn við and-
stæðinga sína (I. Kor. 15:10; II. Kor.
11:16nn; Post. 13:1 n). En meiningin
var önnur en hjá faríseanum. Páll sló
ekki af kenningunni um mikilleik Guðs
og miskunnsemi; hann montaði sig af
smæð sinni. Og hann kallar þetta gort
sitt ,,heimsku“. Það er ekki meint sem
gilt fyrir Guði, aðeins fyrir rnönnum.
Þetta er mikilvæg vísbending til skiln-
ings á dæmisögunni af faríseanum og
tollheimtumanninum.
Við ættum ekki að draga af henni
þá ályktun, að hvers konar mannjöfn-
uður sé af hinum vonda. Fáránlegt
væri, ef vinnuveitandinn mætti ekki
inna umsækjandann eftir reynslu hans
og hæfni í starfi. Ellegar þá að skipa
reyndum og ráðvöndum starfsmanni á
bekk með margdæmdum afbrota-
manni. Mannamunur er staðreynd og
það er forsendaaðlífi mannsins í heim-
inum, að greint sé milli góðs og il|s-
Slíkt er nauðsynlegt og gilt fyrir mönn-
um. En um leið skyldum við minnast
þess, að öll slík aðgreining og stétta-
skipting máist út í efsta dómi. Þar er-
um við allir og verðum syndarar. Pvl
194