Kirkjuritið - 01.09.1975, Qupperneq 44
Skulu prófastar og sömuleiðis biskup-
inn gæta þess, að þeir„forsómi hér
ekkert í.“
Þessi tilskipun er ekki raunhæf
lengur, enda hvergi fullkomlega eftir
henni farið, og ekki verður þess vart,
að prófastar eða biskup reyni að fylgja
henni fram. Annað mál er það, að hús-
vitjanir gegna þýðingarmiklu hlutverki
( starfi prestsins og kirkjunnar, og þær
má alls ekki afleggja með öllu. Það
væri spor aftur á bak. Margir sveita-
prestar húsvitja söfnuði sína árlega
eða annað hvort ár. Aðrir rækja þetta
hlutverk miður og sumir alls ekki. Tek-
ið skal fram, að ekki hefur enn unnizt
tóm til að kanna tölfræðilegar upplýs-
ingar um húsvitjanir presta samkvæmt
starfsskýrslum þeirra, en Starfshátta-
nefnd hefur fullan hug á að fram-
kvæma slíka könnun.
Hér skal á það bent, að vegna mik-
illar stækkunar prestakalla á þessari
öld er prestum alls ekki ætlandi sú
skylda að húsvitja hvert heimili í söfn-
uðum sínum tvisvar á ári og jafnvel
ekki árlega.
Hér er þeirri ábendingu komið á
framfæri, að lögfest verði, að prestar
skuli húsvitja söfnuði sína eigi sjaldn-
ar en annað til þriðja hvert ár. Undan-
tekningar verði þó gerðar í fjölmenn-
ustu prestaköllum, enda verði þá
prestinum séð fyrir aðstoðarfólki til að
inna þjónustu þessa af hendi.
Nauðsynlegt er að setja raunhæfar
reglur í þessum efnum og fylgja þeim
eftir. Það ætti ekki að líðast, að prestar
afræki húsvitjanir með öllu og beri
kannski við tímaleysi og embættisönn-
um, en geti svo samtímis stundað ann-
að starf með prestsskapnum.
202
í áður greindri tilskipun um húsvitj-
anir er einnig að finna ákvæði um
sjúkravitjanir presta. Um þær er einnig
fjallað í prestastefnusamþykkt frá 1764,
sem talin er hafa lagalegt gildi.
Það er sjálfsögð embættisskylda
presta að vitja sjúkra, og það munu
allir prestar gera í einhverjum maeli
að minnsta kosti.
Tölfræðilegar upplýsingar um
sjúkravitjanir liggja fyrir í starfsskýrsl-
um presta, og mun Starfsháttanefndin
gera úttekt á því, hvernig þær eru
ræktar.
Eðlilegt sýnist að setja ákveðnar
reglur og marka samræmda stefnu um
sjúkravitjanir. Þá væri gott að korna
á námskeiði fyrir presta í þessum efn-
um, og á það raunar við um flein
þætti sálgæzlustarfsins.
5. Skýrslugerðir og færslur bóka eru
nokkur þáttur í starfi og þjónustu
presta og kirkju. Og lýtur sá starfsþátt-
ur ákvæðum laga.
Frá 19. maí 1747 er „Konungsbréf
um gegnumdregnar bækur kirkna“- 1
bréfinu er kveðið svo á, að inn í bók-
ina skuli færa alla kirkjunnar eign,
„hvort heldur eru bæir, hús, jarðir.
engi, skógar, rekar eður hvað annað
þess kyns, sem nú á og heldur.“ Enn
fremur skal í bókina færa „kirknanna
inventarium og instrumenta", svo oð
alla „kirkjunnar árlegu inntekt og
giftir,“ vísitazíur o. fl.
Yfirleitt munu kirkjur halda slíkar
bækur, að minnsta kosti reikningsbæk'
ur. Þetta gefur hins vegar tilefni til 9
íhuga, hvernig háttað er bókhaldi of)
reikningum kirkna. Reikningsform fýrir
kirkju- og kirkjugarðsreikninga Þur*a
A