Kirkjuritið - 01.09.1975, Síða 48
að fá í bókasafnið. Skulu sóknarprest-
ar greiða 1/4 kostnaðar, en ríkissjóður
3/4. Einkum skulu keyptar til safnsins
bækur guðfræðilegs og heimspekilegs
efnis, svo og almennar fræðibækur og
úrvals skáldrit. Bókanefnd prestakalla
skipa þrír menn, kýs prestastefnan tvo,
en kirkjumálaráðuneytið skipar einn.
Nefndin er kosin og skipuð til þriggja
ára í senn. Ekki er mér kunnugt um,
hverjir skipa nefnd þessa nú og veit
ekki til þess, að prestastefnur hafi
kosið menn í nefndina a. m. k. síðustu
níu ár.
Með lögum þessum hefur verið stig-
ið merkt framfaraspor á sínum tíma,
en raunhæft gildi laganna í dag mun
vera næsta lítið og fáir sóknarprestar
notfæra sér ákvæði þeirra.
Þegar lögin voru sett, mátti verja
allt að 4.000,00 kr. árlega úr rlkissjóði
til þessara hluta. En sú upphæð jafn-
gilti þá sem næst tvennum árslaunum
sóknarpresta. Samkvæmt upplýsingum
sem starfsháttanefnd hefur fengið, er
fjárveitingin nú aðeins 50.000,00 krón-
ur á ári.
Greinilegt er, að lög þessi gegna
ekki því hlutverki, sem þeim var upp-
haflega ætlað, og að til þessara menn-
ingarmála er ekki varið því fjármagni,
sem löggjafarvaldið ætlast til á sínum
tíma. Lögin leiða hins vegar hugann
að fræðslu- og útgáfumálum kirkjunnar
yfirleitt og undirstrika nauðsyn þess,
að almenningur í þessu landi eigi þess
kost að njóta kristins fræðslu- og les-
efnis. Þetta þarf meðal annars að hafa
að leiðarljósi, ef lög þessi verða end-
urskoðuð og reynt að samræma þau
þörfum kirkjunnar í nútímanum.
9. „Lög um söngmálastjóra Þjóðkirkj-
unnar“ eru lög nr. 73 frá 27. júní 1941.
í lögum þessum segir meðal annars
svo um hlutverk og starf söngmála-
stjóra: „Heldur hann námskeið með
kirkjuorganistum, leiðbeinir þeim um
söngkennslu og söngstjórn, aðstoðar
þá við stofnun safnaðarsöngflokka,
heldur almenn námskeið í safnaðar-
söng og vinnur á annan hátt að því,
með prestum og organistum, að ís-
lenzkur safnaðarsöngur verði sem al-
mennastur og fegurstur."
Þetta er umgjörðin um starf söng-
málastjórans, sem er mjög þýðingar-
mikið embætti innan íslenzku þjóð-
kirkjunnar og hefur orðið árangursríkt
í höndum þeirra manna, sem því hafa
gegnt. Nánari reglur um starfsemi
söngmálastjóra setur biskup í erindis-
bréfi, eins og kveðið er á um í lögun-
um.
Lög þessi gefa tilefni til að íhuga
söngmál og organistastörf Þjóðkirkj-
unnar yfirleitt og þá með framtíðarsýn
í huga. Þessi mál eru víða mjög erfið,
ekki sízt í sveitum vegna fámennis og
fjármunaskorts. Margar sóknir hafa
ekki fjárhagslegt bolmagn til að launa
organista, ef þeir þá eru fáanlegir. Þa
bregðast margir skólar þeirri skyldu
sinni að kenna nemendum sálma og
sálmalög og laða þá þar með að líf'
og tilbeiðslu kirkjunnar. Hér þarf að
koma á samstarfi milli skóla og kirkju-
Eðlilegt sýnist, að tónlistarkennsla 1
grunnskólum verði, þar sem því verður
við komið, samræmd organistastörfuh1
í kirkjum. Verði tónlistarkennarinn að
öllu leyti látinn taka laun úr ríkissjóð'
og sveitarsjóði, en hluti af kennslU'
206