Kirkjuritið - 01.09.1975, Síða 52

Kirkjuritið - 01.09.1975, Síða 52
til að taka þátt í starfi kirkjunnar. 4) Meira samstarf milli safnaða, kirkju- stjórnar og Alþingis. 5) Að kirkjan sjálf finni betur til ábyrgðar í starfi sínu með þjóðinni. 6) Að kirkjan yrði betur undir það bú- in að halda áfram starfi sínu, ef til skilnaðar drægi síðar meir milli hennar og ríkisins." Lög þessi voru samin af skilningi og þekkingu á þörfum kirkjunnar, og svo var einnig með núgildandi lög frá 1957. Með lögunum voru kirkjunni fengin aukin réttindi og meira sjálfsforræði og henni gert kleift að taka skipulags- bundið og markvíst á málum sínum. — í 14. grein laganna um kirkjuþing segir svo: „Kirkjuþing hefur ráðgjafar- atkvæði og tillögurétt um öll þau mál, er kirkju, klerkastétt og söfnuði lands- ins varða og heyra undir verksvið lög- gjafarvaldsins eða sæta forsetaúr- skurði. Það hefur og rétt til að gera samþykktir um innri málefni kirkjunn- ar, guðsþjónustu, helgisiði, fermingar, veitingu sakramenta og önnur slík. Þær samþykktir eru þó eigi bindandi, fyrr en þær hafa hlotið samþykki kirkjuráðs, prestastefnu og biskups." Samkvæmt þessari lagagrein virð- ist hver þessara aðila fyrir sig hafa neitunarvald að því er tekur til sam- þykkta um innri málefni kirkjunnar. Virðist slíkt vera nokkuð þungt í vöf- um og geta valdið því, að engar slíkar samþykktir nái fram að ganga. Þó að kirkjuþing hafi á starfsferli sínum gert margar og merkilegar sam- þykktir og látið frá sér fara ágæt frum- vörp um málefni kirkjunnar, þá hefur því ekki orðið eins ágengt sem skyldi og löggjafarvaldið verið um of hemill á framgang þeirra mála, er kirkjuþing hefur afgreitt og búið því í hendur. Kirkjumálaráðherra þjóðarinnar á hverri tíð ætti að telja það hlutverk sitt, jafnvel skyldu, að reyna að koma fram á Alþingi þeim lagafrumvörpum, sem kirkjuþing hefur samþykkt. Svo hefur þó ekki verið í reynd. Er það gagnstætt því, sem ráðherrar annarra málaflokka telja yfirleitt skyldu sína. Þannig telur til dæmis landbúnaðar- ráðherra það skyldu sína að freista þess að fá Alþingi til að lögfesta frumvörp, er Búnaðarþing hefur sam- þykkt. Kirkjuþingi og kirk.iuráði er ætlað að gegna mjög mikilvægu hlutverki ' starfi kirkjunnar. Það er því mjög brýnt, að þessar stofnanir séu virkar í reynd og að ríkisvaldið sé ekki hemill á störf þeirra, heldur veiti þeim öflug- an stuðning og brautargengi. íhuga þarf vel þau lög, sem hér hef- ur verið að vikið, og athuga, hvaða breytingar þyrfti á þeim að gera, svo að þau þjóni sem bezt þörfum og staríi kirkjunnar í samtíðinni. Þá þarf einnig að íhuga, hvernig hlutverk og störf kirkjuþings og prestastefnu geta farið saman og hvert er starfssvið hvors um sig. 13. Að lokum skal vikið stuttlega að næst yngstu lögum, sem sett hafa verið um kirkjumál. Það eru lög nr. 35 frá 9. maí 1970 ,,um skipun presta- kalla og prófastsdæma og um kristni- sjóð.“ Vegna erindis séra Jónasar Gíslasonar, lektors, um skipun presta- kalla á íslandi, mun ég þó aðeins fjalla um annan kafla þessara laga, sem ber yfirskriftina: „Um kristnisjóð." 210
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.