Kirkjuritið - 01.09.1975, Qupperneq 56

Kirkjuritið - 01.09.1975, Qupperneq 56
Svo vildi þó til, að einmitt þetta vor, 1928, hafði verið tekið til umræðu á Prestastefnu íslands málefnið Barna- vernd og barnaheimili, og rætt um nauðsyn þess að líkna þeim börnum, sem bágt áttu af ýmsum ástæðum, vekja til umhugsunar um þessi mál og styðja og styrkja þá, er að þeim vildu vinna. Kaus Synódan nefnd til þess að vinna að þessum málum, Barna- heimilisnefnd Þjóðkirkjunnar. Þessari synódunefnd sendi Sesselja Sigmundsdóttir beiðni um smávægi- lega fyrirgreiðslu. Hófust þá kynni og samstarf, sem greiddi henni veg til hins merka ævistarfs. Formaður Barnaheimilisnefndar var séra Guðmundur Einarsson, prestur að Mosfelli í Grímsnesi. Fyrir hans til- mæli féllust hjónin Guðjón Jónsson og Margrét HafIiðadóttir í Hverakoti, Grímsnesi, á að veita þessari miklu mannúðarhugsjón brautargengi með því að standa upp af jörð sinni og láta hana fala handa fyrirhuguðu barna- heimili. Vorið 1930 voru jarðarkaupin gerð og fyrsta íbúðarhúsið byggt á því ári. Hverakot breyttist í Sólheima. Og Sólheimar er réttnefni, því að þar er mikið sólskin. Ekki aðeins vegna þess að byggingar heimilisins standa í sól- ríku skjóli, miklu fremur vegna þeirra glöðu geisla, sem stafar frá ásjónum vina minna þar, vistmannanna, sem teljast til vangefinna manna samkvæmt mælikvarða vísindanna og miðað við námsgetu þeirra til munns og handa. Engum, sem kemur til Sólheima um þessar mundir, getur dulist, að þar hafa töluverðar framkvæmdir átt sér stað þau 45 ár, sem heimilið hefur starfað: húsbyggingar, hitaveita, tún- rækt, ilrækt, sundlaug o. s. frv. En ég efast um, að margir geti gert sér grein fyrir því nú, hve mikil afrek þessar framkvæmdir eru, hve mikill persónulegur sigur forstöðukonunnar sérhver framkvæmd hefur verið. Þótt margir hafi lagt þar til ágætt lið, þá hefur allt, sem þar hefur gerst, byggst á sterkum persónuleika hennar og sigrandi vilja. í raun og veru var lengi vel enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir upp- byggingu og rekstri þessarar stofnun- ar. Þegar barn var tekið til vistar, var aldrei að því spurt, hvort meðlags- greiðsla væri tryggð, og oft brást hún með öllu vegna fátæktar aðstandenda. — Það var spurt um þörf, — og fyrir neyð smælingjans stóðu Sólheimar opnir, hvað sem fjármálum leið. — Það var þess vegna, sem Sesselja rak á tímabili tvö barnaheimili á Sólheim- um, sitt í hvoru húsi, annað fyrir van- gefin börn, hitt fyrir heilbrigð börn heimilislaus. Hún gat ekki neitað þeim börnum um skjól, sem ekkert athvarf áttu. Víst er, að enginn, sem ekki man kjör almennings á fjórða tug aldarinn- ar, getur gert sér grein fyrir hvílík* afrek þessi kona hefur unnið að sigi'" ast á öllum þeim örðugleikum, sem við var að stríða, bæði fjárhagsleg- um og öðrum, sem áttu rætur að rekja til hvors tveggja: skorts á skilningi a vandamálum verkefnisins og skorts a samúð með hinni merku viðleitni. Þá má það ekki gleymast, að sér- hvert barn, sem þangað kom, færð' með sér ný vandamál. Sérhvert barn þurfti vandasama meðferð, mikla sam- 214
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.