Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 58

Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 58
Gamall skírnarsálmur Ljóð Sigurðar Draumlands er hér birtist, verður ekki talið til sálma. Það er órætt og nærri því tvírætt eins og véfrétt. Ef til vill ber að iita á það sem einhvers konar smádóm? Þannig eiga nútimaljóð helzt að vera, að sagt ei. Kirkjuritið er að sönnu ekki bókmenntarit, heldur er því fyrst og fremst ætlað að halda fram kristnum boðskap og kristnum sjónarmiðum. Ljóð Sigurðar er þó svo prýðilega gert, að verðugt þótti að fá þvi hér rúm, enda má, þegar vel er hlustað, heyra í því gamalt hákristið stef. Enginn tæli yður með marklausum orðum, því að vegna þessa kemur reiði Guðs yfir syni óhlýðninnar. Verið þess vegna ekki lagsmenn þeirra. Því að þótt þér eitt sinn væruð í myrkri, þá eruð þér nú í Ijósi, síðan er þér genguð Drottni á hönd. Hegðið yður eins og börn Ijóssins í því að ávöxtur Ijóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur, — og rannsakið, hvað Drottni er þóknanlegt. Og eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýzt af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim. Því að það, sem þeir fremja í leynum, er jafnvel svívirðilegt um að tala, en allt það, sem flett hefur verið ofan af, kemur fram í birtuna við Ijósið. Því að allt, sem komið er fram í birtuna við Ijósið. Því að allt, sem komið er fram í birtuna, er Ijós. Því segir svo: Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér. Hafið því nákvæmlega gát á, hvernig þér breytið, ekki sem fávísir; notið hverja stundina, því að dagarnir eru vondir. Verið því ekki óskynsamir, heldur reynið sS skilja, hver sé vilji Drottins, og í stað þess að drekka yður drukkna í víni, sem aðeins leiðir tilspillingar, skuluð þér fyllast andanum." Ef. 5, 6.—18. Hér vitnar Páll i gamlan skirnarsálm, einn hinna elztu, og talar ekki tæpitungu fremur venju. Skírn kristins manns er ekki upprisa til einhverrar þokutilveru í órafjarska. Hún er upp- risa frá myrkri syndar og dauða til nýs llfs, er hefst þegar á þessari jörð. Róm. 6, 4.—14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.