Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.09.1975, Blaðsíða 62
an íslenzkan predikunarstól líkan þurr- um brunni í eyðimörk. Þar urðu lækir hins lifandi vatns svo grunnir, að þyrst- ir fengu vart nokkra svölun. Kristið líf og kirkjurækni hefur aldrei nærzt við fagurgala né ómerkilegar skeggræður upp úr dægurþrasi. Þó er ekki svo að skilja, að ekkert gott hafi komið af aldamótaguðfræð- inni. Guð snýr því til góðs, er hann vill. Hann gerir enn undur. Nýjar lindir spretta nú upp í eyðimörkinni, ferskar og heilnæmar. Sé nokkuð að marka eftirspurn eftir Biblíunni, þá er sú gamla bók í meiri metum á íslandi um þessar mundir en verið hefur lengi. Grískan og sálarmalurinn Hitt er annað mál, hvort hin hörðu orð Jóns Sveinbjörnssonar, prófessors, um einangrun predikunarinnar og kirkjunnar fá staðizt. Það þykir mér t. d. með mestu ólíkindum, að ,,marg- ir“ prestar hafi nærri því hrósað sér af að hafa aldrei þurft að fletta upp í gríska Nýja testamentinu að loknu guðfræðinámi. Það kann að vera, að til séu prestar, sem skömm hafa á grískunámi, en þeir eru áreiðanlega fáir. Hinir eru með vissu margir, sem fundið hafa til þess fyrr og síðar, hve fornmálakunnátta þeirra náði skammt og fyrntist fljótt eins og margur annar lærdómur. Séu orð prófessorsins um prestana og grískuna hæpin, þá er einnig Ijóst, að sú afstaða til guðfræðideildar, sem hann gerir prestum upp, er harla vafa- söm. Sannleikurinn er aftur á móti sá, að íslenzkir prestar hafa átt fárra og smárra kosta völ til að auka nám sitt. Hvorki guðfræðideild né aðrir aðilar hafa fram undir þetta sýnt neina veru- lega tilburði þess að bæta þar úr. Sak- ir fátæktar sinnar og fjarlægðar lands- ins frá öðrum löndum hafa prestar aldrei átt þess kost að afla sér nauð- synlegra fræðibóka með líkum hætti og kollegar í öðrum löndum. Þeir hafa ekki einu sinni getað fylgzt með útgáfu slíkra bóka. Þeir hafa ekki átt kost á námskeiðum til endurmenntunar og endurhæfingar, og fáir einir hafa kom- izt úr landi til að svala námslöngun sinni. Þó skal ekki neita því, að kurr kunni að hafa verið í prestum út f guðfræðideild. En þar hefur annað valdið en fyrirlitning á námi og fræði- iðkun. Skyldi hitt ekki vera sönnu nær, að þeir hafi stundum komið andlega soltnir og með léttan sálarmal sinn frá prófborði? Kynni ekki að vera, að þeir hefðu saknað einhvers í presta- skóla sínum, sem þeir hugðu, að þai" ætti að vera? Predikunin og heimskan Könnun á predikunum presta í Svíþjóð skiptir að sjálfsögðu ekki miklu máli hér úti á islandi. Engu að síður gaa*1 áþekk könnun á predikunum íslenzkra presta orðið fróðleg og gagnleg, eí hæfir menn stæðu að henni. Slíkar rannsóknir eru mikið vandaverk, er oft vill fara í handaskolum. Allir þeir, sera eitthvað þekkja til vinnubragða við þess háttar, vita vel, hver hætta er a, að niðurstaðan verði eftir vonum °9 óskum þess, sem til stofnaði. Eins er mat þeirra upplýsinga, er fást, ofurselt dutlungum hans eða glámskyggnl' Þannig ætti að vera nokkuð Ijóst, að umsagnir áheyranda um predikua skipta ekki mestu máli við slíka rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.