Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 67
Solli, stórþingsmann frá Noregi. í
næsta hefti eða næstu heftum mun trú-
lega sitthvað fleira fram koma, sem
beint eða óbeint verður rakið til þessa
móts.
Það bar m. a. til tíðinda, þá daga,
sem mótið stóð, að nokkuð á annað
þúsund þátttakenda fór hópför á Þing-
völl og að Skálholti. Þann dag, 8.
ágúst, gerði raunar sunnlenzkt ill-
viðri af því tagi, sem verst gerist á
sumrum. Þó stytti nokkuð upp, er í
Skálholt kom. Þar var haldin samkoma
i kirkjunni, og verður efalaust öllum
minnisstæð, sem við voru. Var gizkað
á, að þúsund til ellefu hundruð manns
hefðu komizt inn í kirkiuna, en þrjú
eða fjögur hundruð urðu að standa
úti. Svo þétt var kirkjan setin, jafnt
um bekki sem gólf, að 65 manns sátu
> kórnum einum, og var þó einna strjál-
ast þar. Undarleg og mögnuð voru
áhrif þess að horfa á öll þau ungu
andlit í kirkjunni. Söngurinn varð eins
og drunur af brimi, og þegar allir lásu
..Faðir vor“, varð það líkast aðdynj-
anda sterkviðris. Síra Heimir Steins-
son kynnti staðinn fyrir gestum, en
herra Sigurbjörn Einarsson, biskup,
Predikaði úr stól. Var svo að finna sem
allir væru þar með einum huga og
e<nni sál. Að lokum söng hver á sinni
tungu sálminn, ,,Jesú nafn um aldir
alda.“ Voru þá sumum tár á hvörm-
um, því að svo stór hópur trúaðra,
kristinna ungmenna hafði vart nokkurn
tíma verið saman kominn á Norður-
!öndum fyrri, til þess að syngja Jesú
Kristi lof. Á þeim degi blessaði Drott-
lnn enn þann gamla stað sinn og gaf
nýjar vonir og fyrirheit.
Þingað um guSfræSi
Ekki verður með öllu þagað um guð-
fræðiráðstefnu þá eða námskeið, er
efnt var til á vegum Lýðháskólans í
Skálholti í sumar. Undirbúning þess
mun dr. Einar Sigurbjörnsson einkum
hafa annazt ásamt rektor skólans, og
stjórnuðu þeir því einnig saman. Flutti
dr. Einar þar þrjá fyrirlestra, er allir
fjölluðu um Orðið með einhverjum
hætti. Aðrir fyrirlesarar voru: Jón
Sveinbjörnsson, prófessor, er fjallaði
um ritskýringu og útleggingu, dr. Þór-
ir Kr. Þórðarson, prófessor, er fjallaði
um ,,túlkunarfræðileg“ vandamál, síra
Jónas Gíslason, lektor, er sagði frá
umræðum, er leiddu til þess, að ís-
lenzkum prestum var fengið frjálsræði
um textaval, og loks var svo lesinn
upp fyrirlestur síra Jóhanns Hannes-
sonar, prófessors, um kirkjuárið. Hann
gat ekki komið sjálfur til námskeiðis-
ins vegna sjúkleika.
Þátttakendur áttu góða daga sam-
an, þótt nokkuð strangir væru. Bar
nokkuð margt á góma, og sýndist
stundum sinn veg hverjum um hitt
og þetta. Munu þó allir hafa þótzt
fara ríkari heim, enda voru sumir fyrir-
lestrarnir með mestu ágætum, og all-
ir voru þeir fróðlegir.
Forgöngumenn þessarar ráðstefnu
eiga þakkir skyldar, og er þess nú að
vænta, að íslenzkum prestum og guð-
fræðingum gefist kostur á öðrum slík-
um samkomum hér eftir. Hingað til
hafa þeir ekki átt margra kosta völ sér
til uppbyggingar og endurmenntunar.
Fréttir af öðrum fundum og ráð-
stefnum bíða enn um sinn.
G. Ól. Ól.
225