Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 71

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 71
Ég held, að sá tími sé kominn, að hverjum kristnum manni beri skylda til að kjósa, — kjósa milli „syndugrar hlýju hlutleysisins“ og brennandi hita raunhæfra athafna. Guðs ríki muni koma með þrengingum.“ Svo sem fram kemur í orðum þess- um, er Maximov einarður játandi krist- innar trúar. Þegar talið berst að göml- um andlegum og trúarlegum verð- mætum, segir hann, að það séu þau verðmæti, sem lýöræðisöfl í Rússlandi sameinist nú um, þótt ýmsum á Vest- urlöndum kunni að þykja slíkt gamal- dags. Hann segir, að barizt sé nú fyrir endurheimt þeirra verðmæta þar eystra og vonir við þau bundnar. í lok viðtalsins lætur Maximov orð falla um, að hann búist við, að til tíðinda dragi í hinu andlega stríði á næsta áratug eða svo, — og þá á hann raunar ekki aðeins við hið and- lega stríð í föðurlandi sínu, heldur býst hann við einhvers konar alda- hvörfum með öllum þjóðum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.