Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 75

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 75
við starf. Starfið er samofið lífinu sjálfu. Bölvunin i Genesis 3 er ekki bölvun, sem beinisf að starfinu sem slíku. Að skilningi áheyrandans er rœktun og umönnun akursins það starf( sem allt annað starf hefir mið sitt af. Ég hygg, að jafnvel í tœkni- beimi okkar, þá hafi ekkert breytzt 1 þessu efni í höfuðatriðum. Akrarnir bafa þúsundfaldast, en allt starf mannsins hlýtur að skoðast í þessum tveim myndum starfsins: að rœkta og cmnast. Merking starfsins er reist á þessu. Á hinn bóginn fœr tilgangur lífsins, sem manninum er gefinn, ekki fyllingu sína i starfinu. Guð fœr mann- inum það, sem meira er en rœktun °kurs á jörðinni til fullnœgju lífsins. betfa meira, er tengist lífi mannsins, fœr þar sess sinn með eftirtektarverð- um hœtti, þ. e. fyrir bann. Starfið og hlgangur þess eru bundin skilningi og skynjun mannsins. Jörðin þarfnast umönnunar, og maðurinn verður að s|a fyrir þörfum sínum. Bannið er hins vegar handan skilnings mannsins °9 afleiðingar þess handan skynjun- ar hans. Skilningur og skynjun eru þó e|nmitt fengin manninum með bann- 'nu- Bannið veldur spennu í lífi hans, sem beinir því upp yfir hversdagsleik- ann, sem hann fœr við ráðið með eig- ln ácetlun og afli, upp þangað, sem bann sér ! svip þann, sem setti honum bannið. Bannið hefir ekki það hlut- vsrk að takmarka manninn, ! þeirri ^erkingu, að það taki frá honum eða SV|Pti hann einhverju. Hann hefir n°9a fœðu af trjám garðsins. Það er vlsu satt, að bannið setur honum 171 orb, en með þessum mörkum fœr honum það til umráða sem tengir hann hinu eilífa.- hlýðnina. Með boðinu tekur Guð manninn sér að félaga af fullri alvöru. Sérhverf sann- arlegt boð er sett fram af kœrleiks- hvöfum. Móðir bannar barni s!nu eitt- hvað, vegna þess að hún vill forða þv! frá hœttu, sem barnið viðurkennir ekki sem hœttu, vegna takmarkaðrar reynslu. í boðinu er fólginn kœrleikur þess, sem setur það fram. Með boði slnu gefur Guð manninum tcekifceri til að minnast hans, halda sig að hon- um ávallt og einkum, þegar hann er ófœr um að skynja merkingu boðsins. Við verðum þá að bœta þv! við, að við megum ekki leggja ofuráherzlu á mismun boðs (Gebot) og banns (Verbot). Bönn eru meira en boð, en sé vel að gáð, þá er sérhvert boð einnig bann, þar eð það setur tak- mörk ! þessa áttina eða hina. Þv! er það, að allar ályktanir, sem við drög- um af bönnum ! Genesis 1 og 2 eiga einnig við um boðin. Með boði þv!, sem sett er fram í þessum kapitulum hefjastátök,drama, hinnar mannlegu sögu. Maðurinn gengur gegn banni Guðs. Hann sam- þýðist þv! ekki, sem Guð hefir fengið honum til umsjár. En áður en þessi átök geti hafizt, verður sköpun kon- unnar karlmanninum til handa að gerast (vers 18—25), þar eð félagi Guðs ! mannlegri sögu er ekki stakur einstaklingur, heldur samfélag. Hér er það, sem sagan verður sérlega mannleg. Mitt ! sköpunarstarfinu ályktar Guð, að ekki sé allt með felldu um manninn. Eitthvað skortir. Þess vegna gerir hann tilraun, sem ekki nœr þó algjörlega tilgangi sínum, til þess að koma þv! til leiðar, sem á 233

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.