Kirkjuritið - 01.09.1975, Qupperneq 80
NIÐURLAG
Þegar frásögn Jahveritsins (Gen. 2 og
3), sem er eldri, var tengd hinni yngri
frásögn Prestaritsins í samantekt rit-
safns Mósebókanna fimm, Fimmbóka-
ritinu. þá veitum við athygli því, sem
einkennir vitnisburð allrar Biblíunnar
um skapara og sköpun. Þessi vitnis-
burður er margvíslegur og áherzlan
hvílir á mismunandi þáttum, samt
spannar hann yfir alla sögu viðskipta
Guðs við lýð sinn. Við höfum beint
athygli okkar að nokkrum þessara
þátta. í Genesis 1 höfum við veitt
athygli nokkrum þáttum, sem eru sér-
staklega skýrir. Við sáum að í Presta-
ritið var felld eldri framsetning. Við
verðum þó að minnast þess, að í þess-
um kafla höfum við aðeins íhugað
einn drátt í heildarmynd Biblíunnar
um skapara og sköpun og verðum
því að íhuga aðra drœtti þessarar
myndar einnig. Túlkun okkar á Genes-
is 1—3 sýndi það, að vitnisburður
Biblíunnar um skapara og sköpun
fylgir föstu mynstri. Það, sem er ó-
hagganlegt í þessu mynstri og rœður
því, er lofgjörð um skaparann eða
viðurkenning á Guði sem skapara,
eða trú á hann. Það, sem hins vegar
er breytilegt, er gerð framsetningar
eða ályktana um það, hvernig sköp-
unin hafi átt sér stað. Þess vegna er
ekki hœgt að takmarka trú okkar á
skaparann við einn þátt í þessu
mynstri. Okkur leyfist ekki að segja,
að ein hinna mismunandi og mörgu
frásagna sköpunarinnar sé hin eina
rétta og hinar séu rangar. Þyki okkur,
að yngstu frásöguna, þá, sem er i
Prestaritinu Genesis 1 og leggat
áherzlu á sköpun heimsins og alls,
sem í honum er með skipun; sem fram
er borin, beri að taka fram yfir aðrar,
þá getum við þó ekki sagt, að aðrar
frásagnir séu rangar: t. d. frásögnin
af því, að Guð hafi myndað manninn
af leiri jarðar, — eða, svo annað
dœmi sé tekið, sem er mjög óllkt að
efni — það, að sköpunin sé afleiðing
goðsögulegs (mythological) bardaga,
sem oftar en einu sinni er minnzt a 1
Biblíunni (t. d. í Jesaja 51:9: „Varst
það eigi þú, sem banaðir skrlmslina
(Rahab) og lagðir I gegn drekann?")-
Annað dœmi: Upphafið á ávarpi Guðs
I 38. kap. Jobsbókar er áhrifamikil
lýsing á sköpun heims, en I veigamikl-
um atriðum vlkur hún þó frá frásögn-
inni I Genesis 1. Ekki getum við sagh
að Genesis 1 sé rétt lýsing og Job. 38
röng eða öfugt.
Það skiptir nœsta litlu máli
staðhœfa að frásagnir af sköpuninm
hafi breytzt I tímans rás. í báðum
sköpunarsögunum verðum við v°r
þeirrar tilhneigingar að varðveita
þann leyndardóm, sem sköpun Guðs
er. Tilgangur frásagnanna er ekki að
238