Jólasveinn - 24.12.1917, Page 6

Jólasveinn - 24.12.1917, Page 6
6 JOLASVEINN. Nú var hann kominn út á götuna. Honum létti í höfði og hjarta við að anda að sér útiloftinu. Snjór- inn breiddi blæju sína fram undan honum. Alt var kyrt, nema einstöku fótgöngumaður, sem hraðaði sér fram hjá honum. Hvergi var vagn að sjá. — Hann bretti upp frakkakraganum. Fínu skórnir hans urðu fljótt gegnvotir í snjónum og honum kólnaði meira og meira. Skyldi þá líf mitt alt af verða þannig? Þessi hugs- un fanst honum óbærileg. Tilveran var ekkert annað en byrði. Hann fann til þreytu og óánægju af nýju. Alt' í einu rak hann fótinn i stein. — — Nei, það var ekki steinn, heldur eitthvað lifandi. — Nú hreyfði það sig. — Það er liklegast hundur. Hann laut niður til að aðgæta það betur. — Hvað er þetta? Einhver lifandi mannleg vera ligg- ur þarna í snjónum! Það er sjálfsagt einhver flæk- ingurinn eða bellarinn, sem hefir orðið þarna úti. Hin meðfædda hjartagæzka Allans vaknaði strax. Með báðum höndum mokaði hann snjónum frá, og sá hann þá, að það var hálfstirðnað sofandi barn, sem lá í snjónum. Hann heyrði að það dró andann. Hann lyfti barninu upp og tók það í faðm sér. Ætti ég ekki að fara með það heim til rnin? hugs- aði hann. Jú, það er ekki um annað að gera. í hægri hendi liélt barnið á bréfmiða. Það er ef til vill hægt að sjá af honum, hver á þessa litlu stúlku. Svo hélt hann heimleiðis með byrði sína og eftir fáar mínútur var hann korninn heim. Þjónninn hans, sem líka hafði verið að gleðja sig um kvöldið, svaf svo fast, að það var ómögulegt að vekja hann. Það logaði á lampanum í svefnherbergi Allans, á gólfinu voru mjúkar ábreiður, svo að skóhljóð heyrð-

x

Jólasveinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.