Fríkirkjan - 01.01.1899, Síða 5
MANABARRIT
TIL STUÐNINGS FEJÁLSRI KIRKJU OG FRJÁLSLYNDUM
KRISTINDÓMI
„þér munuð þekkja sannlclkann, og sannlelkurinn mun gjðra yður frjálsa.11—• Kri stur.
1899.
JANÚAR.
1. BLAÐ.
Upphafsljóð.
Guðs alfrjálsa orð,
hans eilífi sannleikur breiðist um storð,
hinn frelsandi sannleikur, frelsarans mál,
sem fjötrana leysir af hjarta og sál.
Að kirkjan í eðli og anda sé frjáls,
er upphaf vors máls.
Öll veraldar völd
og vegsemdar ljóminn hjá þessari öld
er kirkjunni snara og fjötur um fót,
svo fái’ hún ei heiminum staðið í mót.
Að leysa þann fjötur með frelsarans náð
sem fyrst, er vort ráð.
Vor frelsari fór
svo frá oss, að ei var hann leiddur í kór;
en kórónu þétta af þyrnum hann bar,
og þó hann í sannleika guðs sonur var.
En kirkjan er vafin í vegsemd og skraut
á veraldar braut.
Sá skrúði er skarn,
sem skemmir og veiklar þig, guðsríkis barn;
þér betri er lausnarans háðung í heim,
en heiður og vegsemd með ambáttum þeim,
sem veraldar drottnanna skríða við skör
með skarlat á spjör.