Fríkirkjan - 01.01.1899, Qupperneq 7

Fríkirkjan - 01.01.1899, Qupperneq 7
3 valdinu. En eg fann þá og hef alltaf síðan fundiS, að þetta varekkinóg; hér nægir ekkert annað enn timarit með því sér- staka marki og miði, að halda uppi merki hins kristilega frels- is í öllum greinum gegn hveiju því valdi, er vill skerða það eða brjóta. Að vísu varð síðan svo stórkostleg breyting á hugsunar- hætti þjóðarinnar i þessari grein, að þar sem h'íkirkjuhreifing- in fyrst var af ailmörgum áiitin ganga guðleysi næst, þá tók sjálft málgagn hinnar isfenzku þjóðkirkju fríkirkjumálið uppá arma sína, og ritstjóri þess, forstöðumaður prestaskólans, kall- aði sig blátt áfram fríkirkjumann. En „Kirkjublaðið“ var hvorki samkvæmt uppruna sínum né samkvæmt stöðu rit- stjórans rétt kjörið til að hafa forustu þessa máls eða vera aðalmáigagn fríkirkjunnar. Blaðið var svo þjóðkirkjulega undirkomið, að það var ómögulegt sem fríkirkjublað. Það var getið á sýnódus af klerkastétt landsins undir forustu hinna þjóðkirkjulegu stiptsyfirvalda; en klerkarnir eru allir þjóðkirkj- unnar menn samkvæmt stöðu sinni, og líklega flestir einnig í anda sínum — hvað þá sjálf stiptsyfirvöldin! — Og hversu frjálslyndur maður sem ritstjóri Kbl. var og sannfærður um yfirburði frjálsrar kirkju yfir þjóðkirkju eða ríkiskirkju, þá lá það í hlutarins eðli, að hann sem embættismaður rikiskirkj- unnar gat ekki beitt sér sem skyldi í fríkirkjumálinu eða í að skilja sundur milli ríkis og kirkju; enda var frammistaða „Kbl.“ í þessu máli ekki merkileg, og virðist ritstjórinn á end- anum hafa kosið heldur að hætta við blaðið enn að halda því lengur út eins linlega- í þessu þýðingarmikla máli. Nokkurnveginn hið sama sem hér liefur verið sagt um „Kbl.“ mundi mega segja um „V. lj.“, þó það vildi styðja frí- kirkjuhugmyndina. En það er nú öðru nær, því það blað er rammasta ríkískirkjublað. — P’annig er nú sem stendur ekkert kirkjulegt tímarit hér á landi, sem vilji leggja þessu máli liðsyrði, og þó er þetta án efa- hið langþýðingarmesta mál, sem þjóð vor hefur nú á dagskrá. „Sameiningin“ hefur frá upphafi verið eindregið meðmælt. fríkirkjumálinu; en hún er gefin út fyrir vestan haf, og hefur eðlilega nóg að stai'fa þar. Þó vona eg, að hún líti einnig

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.