Fríkirkjan - 01.01.1899, Síða 9
5
öllu fyrirkomulagi kirkjunnar, álít eg hreint lífsskilyrði fyrir
trúarlífi einstaklings og safnaðar.
Eg her svo gott traust til hinnar íslenzku prestastéttar,
til íslenzkra menntanranna af öðrum stéttum, og ekki sízt til
íslenzkrar alþýðu, að blað þetta, sem eg byrja í Jesú nafni og
í trausti til hans máttugu aðstoðar, fái getið sér vini meðal
allra stétta, eins fyrir því þótt það við rannsókn guðs orðs
kunni að komast að annari niðurstöðu í sumurn greinum, enn
hingað tii liefur viðgengist, og hljóti þarafleiðandi að ganga á
móti kenningu eða fyrirkomulagi kirkjunnar á landi voru
að einhverju leyti.
Samkvæmt þvi, sem hér hefur verið tekið fram, verður
þá stefna blaðsins þetta tvennt: «
frjáls kirkja og
frjáls rannsókn.
Eg vona að þeir séu rnargir meðal þjóðar vorrar, er séu mér
samdóma um þessi efni, og að drottinn uppveki sem flesta af
þeim til að sýna það í verkinu með því að gjörast styrktar-
menn þessa blaðs.
Að svo mæltu óskar „Fríkirkjan" guðs náðar og friðar
öllum trúuðum í Jesú Kristi.
GrundYÖllurinn.
—0 —
„Enginn getur annan grundvöll lagt en þann, sem lagður
er, sem er Jesús Kristur!“ 1. Kor. 3, 11.
Hann er hinn eini, eilífi og óbifanlegi grundvöllur fyrir
hjálpræði hvers þess, er trúir á liann.
Sé trú þín byggð á þessum grundvelli, það er að segja,
sértu í lifandi, persónuiegu sambandi við Jesum, þannig að
hann sé þinn dýrmætasti ástvinur, að þú treystir honum, að
þú leitir í öllu athvarfs hjá honum, að þig langi til hans og
langi til að verða líkur honum, þá er trú þín í eðli sínu hin
sáluhjálplega kristna trú, þó þú kunnir að vera einn af smæl-
ingjunum, sem ekki rista eins djúpt eins og þeh', sem fróðari