Fríkirkjan - 01.01.1899, Page 11

Fríkirkjan - 01.01.1899, Page 11
7 sumt að vísu „gull, silfur og dýrmætir steinar", en margfalt meira án efa af „tré, heyi og hálmi“ (1. Kor. 3, 12.). Þetta er eðlileg afleiðing af mannlegum breyskleika, var án efa svo að nokkru leyti þegar á postulatímanum, hefur ávallt verið svo, er svo enn í dag og verður sjálfsagt þann stutta tíma, sem eptir er, þangað til „dagurinn mun gjöra það augljóst, því hann mun opinberast í eldi og hann mun prófa, hvílíkt verk hvers eins er“ (1. Kor. 3, 13). En hitt er verra, að meira og minna hefur verið vikið frá hinum eina grundvelli; og sé það svo, að brenni verk ein- hvers, það er hann hefir byggt ofan á hinn rétta grundvöll, þá „bíður hann þar af skaða, en sjálfur mun hann komast af, en þó líka sem úr eldi“ (1. Kor. 3. 15.), hvernig mun þá fara fyrir þeim, sem leggja annan grundvöll? Hér er auðvitað sérstaklega átt við kaþólsku kirkjuna, sem leggur erfikenninguna til grundvallar jafnhliða guðs orði og gjörir mannasetningum eins hátt undir liöfði eða hærra enn guðs lögmáli. tíagnvart þessari reglu kaþólskunnar er það meginregla mótmælenda, að ritningin ein sé regla fyrir trú og líferni kristinna manna. En því miður hefur þeirri meginreglu eigi svo sem skyldi verið framfylgt; gamlar venjur eða manna- setningar hafa í framkvæmdinni orðið eins ríkar eða ríkari guðsorðinu. Skal hér að þessu sinni eigi farið nákvæmara útí þetta atriði; til þess mun gefast nægilegt tækifæri síðar meir. * * * Dómur Jesú um mannasetningarnar er enn í dag hinn sami sem þá er hann sagði: „Þoirra dýrkun er til einskis, með því þeir kenna þá lærdóma, sem eru manna boðorð. . . . Sérhver planta, sem minn himneski faðir ekki hefur gróður- sett, mun upprætast." Mt. 15, 9. 13. — Orð guðs er alveg eins lifandi og kröptugt, þegar það er talað nú, og það var, þegar það var talað við sköpunina, eða þegar frelsarinn talaði það.

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.