Fríkirkjan - 01.01.1899, Side 12

Fríkirkjan - 01.01.1899, Side 12
8 Með Lúthers mynd. Af hverjum ætti fyrsta myndin, sem „Fríkirkjan" færir lesendum sínum, að vera öðrum en sjálfum kirkjuföðurnum Lúther? Hann er sá, sem oss stendur næst af hinum mörgu ágætismönnum, sem börðust fyrir kristilegu frelsi gegn kúg- unarvaidi kaþólsku kirkjunnar. « Vopnið, sem þeir beittu allir, var eitt og hið sama, nefni- lega orð guðs í heilagri ritningu. Á myndinni heldur Lúther á hinni helgu bók, sem hann þýddi sjálfur úr frummálunum fyrir landa sína, og bendir á letrið í bókinni um leið og hann lítur framan í lesandann, eins og hann vilji segja: „Svo stendur skrifað" eða „svo segir drottinn". Fyrir daga Lúthers var dimmt um að litast í kirkjunni; margvísieg villa var drottnandi í kenningunni, megn siðaspilling í dagfarinu og ofurvald andlegu stéttarinnar, stutt af armi ríkis- ins, hindraði hverja lífshreifingu og Ijósglæðingu. Dauðinn var vís hverjum þeim, er dirfðist að hefja rödd gegn spillingu kirkjunnar eða valdi. Á þeim dögum var meining í að yrkja og syngja: „Vor guð er borg á bjargi traust, hið bezta sverð og verja; hans armi studdir óttalaust vér árás þolum hverja. Nú geyst — þú gramur er — hinn gamii óvin fer. . . . Þótt mannkyns morðinginn nú magni fjandskap sinn. . . . þótt taki fjendur féð, já, frelsi’ og líf vort með, það happ þeim ekkert er, en arfi höldum vér; þeir ríki guðs ei granda. “ Það var, eins og kunnugt er, Lúther, sem orti þannig og söng þannig; bæði lagið og sálmurinn, sem þetta er útlegging af, er eptir hann. Hann var reiðubúinn t.il að leggja fé, frelsi og líf í sölurnar fyrir sannleika guðs orðs, og hann orti þetta út úr djúpi sálar sinnar.

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.