Fríkirkjan - 01.01.1899, Síða 15

Fríkirkjan - 01.01.1899, Síða 15
11 Eptir liðið lífsins skeið allir hér til hvíldar ganga, hvort sem daga lifðu langa eða stutt var æfiieið. Hér er reitur sorgar samt; tár hór munu tíðum hrynja, trega þrungið brjóst mun stynja; ást er löng, en líf er skamt. Helgi trúin hverja sorg, sorgarreitinn signi friður, sífellt hingað lýsi niður ljósið guðs frá lífsins borg. Eptir dimma dauðans nótt upp mun renna friðarfagur, frjáls og bjartur morgundagur; tíminn líður furðu fljótt. Sett hér niður nákalt hold upp mun siðar alskært rísa, æðstan guð að lofa’ og prísa, þann sem leiðir líf úr mold. Drottinn Jesú, dýrð sé þér; dauða, synd og sorgir allar sigrar þú og lífs til hallar leiðir oss með ljóssins her. Að því búnu hélt prestur safnaðarins stutta ræðu. Gat hann þess, að fríkirkjumenn hefðu fyrir löngu fundið þörf á að koma sér upp grafreitum, og hefði það verið ákveðið á síðustu safnaðarfundum þeirra; en þó mundi naumast hafa orðið framkvæmd úr því á þessu hausti, ef hinn framliðni, Guðjón heitinn Guðmundsson, er nú ætti að jarðast, hefði eigi í banalegu sinni látið í Ijós þann vilja sinn að verða lagður í hinn fyrirhugaða grafreit fríkirkjunnar á innsveit Reiðarfjarð-

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.