Fríkirkjan - 01.01.1899, Page 16

Fríkirkjan - 01.01.1899, Page 16
12 ar. í nafni safnaðarins þakkaði presturinn eigendum jarðar- innar Bakkagerðis, er lagt höfðu til hentugt svæði fyrir graf- reitinn, og brýndi fyrir söfnuðinum að leggja rækt við hann og prýða hann sem bezt mætti verða. Hann benti síðan á haustnáttúruna með hinum fölnaða og fölnanda jarðargróðri, á hinn nýgjörða reit og fyrstu lik- kistuna, sem í hann væri borin, sem allt væri til þess faliið að vekja alvarlegar hugsanir hjá hverjum manni, minna á orðin: „í dag mér, á morgun þér“ og vera samtaka guðs orði í að vitna: „allt hold er sem gras og þess vegsemd sem blómi grassins." Ihi sneri liann talinu að hinni kristilegu trú og von og dvaldi við hin dýrðlegu fyrirheiti guðs orðs, og óskaði að endingu að eins og hin hnígandi haustsól sendi nú frá Heið- um liimni geisia sína yflr samkomuna fyrstu á þessum nýja reit, eins mætti náðarsól drottins lýsa yflr hinum síðustu æfl- stundum hvers þess, er í hann yrði lagður. Síðan las hann upp þessa staði úr ritningunni og tengdi þá með nokkrum orðum hvern við annan: Sálm. 103, 15. 16.; 1. Pét. l, 24.25.; Jóh. 5,25.-29.; 1. Kor. 15, 42.—44.; 1. Tess. 4, 13.—18.; og lýsti því að síðustu yflr að reitur þessi væri helgaður og vigður grafreitur, fráskilinn allri annari notk- un enn þeirri einni, að geyma líkami þá, er í hann ýrðu lagðir, „uns hinn dýri dagur Ijómar, drottins lúður þegar hijómar hina miklu morgunstund". Síðan var sungið versið: „Jurtagarður er herrans hér“ og. framfór svo greptrunin eins og venja er til. En greptrun framliðinna er hin eina kirkjulega athöfn, sem er alveg eins hjá oss fríkirkjumönnum eins og f þjóðkirkjunni. Yeðrið var hið yndislegasta haustveður sem hugsast get- ur; dýrð og friður drottins yflr allri náttúrunni, og gjörði það ekki minnst til að gjöra alla þessa athöfn hátíðlega og ánægjulega. — Nóttin þegir, og gröfin segir ekki neitt; systir þeirra, sorgin, á að gjöra eins og þær. — Esaias Tegnér,

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.