Fríkirkjan - 01.01.1899, Page 19
15
var sá, að fríkirkja á íslandi, eins og nú væri ástatt hér,
yrði bygging svífandi i iausu lofti, því að hér vantaði grund-
völlinn undir slíka fríkirkju."
Gegn þessu var það tekið fram af einum af formælendum
fríkirkjuhugmyndarinnar, að fríkirkjan ætti auðvitað að byggj-
ast á hinum sama grundvelii sem þjóðkirkjan væri byggð á.
„Séra J. H. spurði, á hverjum grundvelli ætti að byggja frí-
kirkju? Á hvaða grundvelli stendur þá þjóðkirkjan? Auðvit-
að á Kristi. Á sama grundvehi ætlum vér að byggja fríkirkju,
enda verður ekki annar grundvöllur lagður" (sbr. sýnódus-
skýrslu ísafoldar 17. júlí 1897).
En þetta er ekki fullkomlega rétt mælt; því að hin eina
hugsunarrétta afleiðing af því, ef ekki er hægt að byggja frí-
kirkju á íslandi nema í lausu lofti fyrir sakir skorts á lifandi
kristindómi í landinu, hlýtur að vera sú, að annaðhvort sé
þá þjóðkirkjan líka svífandi í lausu lofti, eða hún hvíli á
grundvelli, sem fríkirkja verði ekki byggð á. -— Þessi ummæli
dócentsins eru þá í rauninni hið sama sem að iýsa yflr því,
að þjóðkirkjan á íslandi sé ekki býggð á Jesú Kristi sem
grundvelli, hún er byggð á einhverju öðru heldur enn þessum
kletti aldanna (rock of ages).
Út af hinu áðurgreinda svari fríkirkjuformælandans tók
dócentinn aptur til máls og „skýrði nákvæmar, hvað hann
hefði meint með því, að oss vantaði grundvöll undir fríkirkj-
una; hann kvaðst auðvitað ekki hugsa sér annan grundvöil
undir kirkjuna enn Jesúm Krist; en þá að eins væri Kristur
grundvöllur safnaðarins, að hann hefði tekið sér bústað í
hjörtunum, en oss vantaði einmitt hjarta-kristindóm og með
honum skilyrðin fyrir ávaxtarsömu fríkirkjulífl“. — En allt
ber að sama brunni. Úr því Jesús Kristur getur því að eins
verið grundvöllur safnaðarins, að hann hafi tekið sér bústað í
hjörtunum, en oss vantar einmitt hjartakristindóm, þá er eptir
eigin orðum þessa „hjartnanna rannsakara" auðsætt, að hans
kæra þjóðkirkja er ekki byggð á hinum eina rétta grundvelii,
þeirn eina grundvelli, sem guðs orð segir að kristinn söfnuður
verði byggður á.
Guðs orð segir skýlaust: „Enginn getur annan grundvöll
lagt enn þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.“ Þess