Fríkirkjan - 01.01.1899, Side 20

Fríkirkjan - 01.01.1899, Side 20
16 vegna er hvert það kirkjufólag, sera ekki er byggt á honum sem grundvelli eða helzt saman af einhverju öðru heldur enn trúnni á hann sem frelsara sinn og drottin, um leið orðið annað enn kristið safnaðarfélag, orðið veraldlegt kirkjufélag; og það er einmitt þetta, sem á sér stað með þjóðkirkjuna eða ríkiskirkjuna og aliar ríkiskirkjur; þær eru ekki kristin safnað- arfólög, heldur blátt áfram veraldleg félög, ríkisstofnanir hvíl- andi á grundvelli ríkisins sem slíkar, og það hvort sem meiri eða minni „hjartakristindómur" á sér stað hjá einstakling- unum. Þetta er gagnstætt réttu eðii kirkjunnar, og getur ekki annað en liaft skaðlegar afleiðingar fyrir hana. Það er einnig gagnstætt heilbrigðri skynsemi, og liggur það í rauninni svo í augum uppi, að það er undarlegt að nokkur kristinn maður skuli geta verið annað en fríkirkjumaður í anda sínum, og enn þá undarlegra að nokkur slíkur skuli finna sig knúðan til að tala og rita „eindregið á móti fríkirkjunni“. Trúin var sterk og máttug, áður enn kirkjan komst í samband við ríkis- valdið, en eptir það tók henni að hnigna. Þetta ættu allir að hugleiða. Ailir, sem unna kristinni trú, eru sammála um að það sé æskilegt, að trúin nái sem mestum þroska; en það eitt út af fyrir sig eflir trúna meira en lítið, að vita sjálfan sig og safn- aðarfélcg sitt standa án nokkurs stuðnings af ríkisvaldsins hálfu; það snýr huganum svo miklu betur til hans, sem hefur lofað að vera með sínum allt til enda. Traustið verður þá allt á honum, sem skrifað er um í ritningunni: „Sjá, eg set hornstein í Zíon, útvalinn og dýrmætan; sá, sem trúir á hann, mun eigi til skannnar verða.“ 1. Pét. 2, 6. — Mr 2 kr. — U kemur út einu myndum. ---- sinni á mánuði; Kostar liér á landi 1 verður með Útgefandi: Lárus Kalldórsson, Kollaleiru, Keiðarfirði. Prentverk Jóns Ólafssonar, Reykjavík.

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.