Fríkirkjan - 01.03.1899, Síða 1

Fríkirkjan - 01.03.1899, Síða 1
-Á,. >• KIREJA3V VINAÐÁRRIT TIL STUÐNINGS FRJÁLSRI KIRKJU OG FRJÁLSLYNDUM KRISTINDÓMI --* - „Þér munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa."— Kri stur. 1899. MARS. 3. BLAÐ. Upprisusálmur. Hve dýrðarhá og vegleg var um vormorguns inndæla :,: stund sú himneska birta, sem Ijómaði’ um lönd, þegar lausnarinn vaknaði’ af blund. Yfir gröfunum ijómar nú lífsbjarmi skær, á leiðunum spretta nú blóm; í vinanna tárum nú vongeisli hlær, er vinirnir falla sem hjóm. :,: Hvar er, Ilades, nú :,: sá sigur, er hingað til hrósaðir þú? Sjá, herra vors gröf — hún er tóm. Með gleðisöng og hörpuhljóm vér hefjurn nú :,: fagnandi:,: ljóð; af lausnarans sigri allt lifandi gleðst, hans, er leið fyrir synduga þjóð. Því þó dauðinn sé enn þá svo dapur og sár, vor drottinn þó lifandi er; hann þerrar um síðir öll tregandi tár, og tilbýr oss bústað hjá sér. :,: Upp til himins heim :,: vor blessaði lausnari benda mun þeim, er bræður hann kallaði hér. Með englasöng og hvellum hljóm af himnum :,: hann kemur :,: á jörð.

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.