Fríkirkjan - 01.03.1899, Qupperneq 8
40
maður: „Vilt þú styrkja þetta fyrirtæki?" Og hinn ávarpaði
svarar: „Ég vil“, eða „ég vil ekki“, eptir því sem hjarta
hans hýður honum. Er eigi slíkt hið eina, sem samboðið er
fullu frelsi — hið eina samboðið evangelíi? Munu drottni
þóknanleg nauðungargjöld? Er það eigi yflr „glaðan gjafara“,
að hann hefir lagt hina sérstöku blessun sina? Hinn eigin-
legi siðfræðislegi leyndardómur, sem liggur í öllu frélsi, er þau
áhrif, sem það hefur á hjartað, í þessu efni, sú lijarians gleði
sem fylgir þvi að gefa. — [Framli.] Bödd í eyðimörku.
Rannsóknardómurinn.
Mörgum af kirkjunnar mönnum hættir við að taka það
illa upp, ef hinar fornu syndir kirkjunnar eru ekki látnar liggja
í þagnai'gildi, einkum ef lýst er harðýðgi þeirri og ofsóknum,
sem um langan aldur var beitt gegn þeim, sem kallaðir voru
villutrúarmenn. En þeir gæta þess ekki, að það var ekki hin
sanna kirkja, er beitti þessari harðýðgi; hin sanna kirkja
Jesú Krists ofsækir aldrei, livorki má það né getur, ef hún
hefur Krists anda. — Kirkja sú, sem ofsótti, kvaldi og deyddi
í nafni Jesú Krists, kirkja sú, sem skapaði rannsóknardóminn,
var hin frá fallna kirkja (sbr. 2. Tess. 2, 3.), það veldi, sem
guðs orð sjálft hafði sagt fyrir að koma inundi fram sem of-
sækjandi og eyðileggandi vald (Dan. 7, 25.; Opinb. 13, 7.).
Þegar Þorsteinn Erlingsson í kvæðinu „Örlög guðanna"
kallaði kirkjuna (ekki Krist, eins og sumir sögðu) „austræna
skrýmslið“, þá stórhneixluðust margir á þeim orðum, og að
minnsta kosti sumir kirkjunnar menn vildu gjöra Þorstein ó-
aiandi og óferjandi fyrir þau. En guðs orðið sjálft kallar ein-
mitt þessa frá föllnu kirkju meðal annars „dýrið“ og lýsir dýr-
inu eins og — reglulegu skrýmsli.
Rannsóknardómur (inquisition) heitir í kaþólsku kirkjunni
dómstóll sá, sem hefir það lilutverk að leita uppi villutrú-
ar- og vantrúar-menn og liegna þeim. Pessi dómstóll var
settur á stofn þegar á dögum Theodosiusar mikla og Justin-
ianusar, eða á 6. öld e, Kr., og lá undir yfirstjórn biskupanna,