Fríkirkjan - 01.03.1899, Page 15

Fríkirkjan - 01.03.1899, Page 15
46 um og á hana letrað: „Erkivillumaður". Húss mælti þá: „Með mestu gleði skal eg bera þessa vanvirðandi kórónu íyrir þig, minn drottinn Jesús, því þú barst þyrnikórónu fyrir mig.“ Klerkar seldu svo sál hans djöflinum á vald, en hann hóf augu sín til himins og sagði: „Eg fel anda minn í þín- ar hendur, drottinn Jesús, því þú hefur endurleyst mig.“ Síðan var hann afhentur hinum veraldlegu valdsmönnum og leiddur til aftökustaðarins. — Þegar búið var að binda hann við stólpann og ekkert að vanbúnaði með að kveikja í bálkestinum, var enn skorað á hann að apturkalla villukenn- ingar sínar og frelsa þannig líf sitt. „Hvaða villukenningar“, mælti hann, „á eg að apturkalla? Eg kalla guð til vitnis um, að allt, sem eg hef ritað og talað, hefur liaft þann til- gang að frelsa sálir frá synd og spillingu, og skai eg nú glað- ur staðfesta með blóði mínu sannleika þann, er eg hef pré- dikað.“ Bálið var þá kynt, en Húss söng: „Jesús, sonurDavíðs, miskunna þig yflr mig,“ og aptur það sama. En er hann vildi hefja sönginn hið þriðja sinn, sló vindurinn ioganum framan í hann; mátti hann þá eigi syngja, en hann bærði varirnar og hreifði höfuðið svo lengi sem lesa mátti þrisvar sinnum „Faðir vor“ og gaf svo upp andann. Öskunni var fleygt í Rín. [A. W. Draper: Aandsudvikliuga Historie; E. tf. White: Den store Strid]. Svalaðu þér á vatni. (Ur sænsku). tívalaðu þér á hinum dýrðlega drykk náttúrunnar, hinum tæra lífgefandi drykk. Svalaðu þér á hinum glitrandi bárum lindarinnar — svalaðu þér á vatni! Sæktu ekki eptir að slökkva þorsta þinn í „eiturbrunnum liinna rotnandi líkamsefna", sem með sinum brennandi straum- um tendra að eins upp loga ílöngunarinnar hjá þér, — sval- aðu þór á vatni!

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.