Fríkirkjan - 01.05.1902, Síða 2

Fríkirkjan - 01.05.1902, Síða 2
66 Samtal við dauðann. ,Ert þú dauðinn?" spurði eg. „Nafn mitt er það meðal almennings að minnsta kosti* svaraði dauðinn, „annars þurfa fáir að spyrja mig að heiti; eg er flestum jarðbyggjum kunnur, því að heimsbygðin er verkahringur minn. Eg er opt á ferða- lagi og hef nóg að gjöra; í hvert skipti sem hjarta þitt slær, ýti eg við einhverjum stallbróður þinum og segi honum að fara*. „Hvernig eru nú viðtökurnar optast?“ „Það verða flestir óttalega hræddir, þegar þeir frétta að eg sé á leiðinni“, sagði dauðinn. „Þú hefur víst séð margt átakanlegt við starfa þinn?“ sagði eg. „Eg hef séð þúsundir manna vanmegnast af sorg og ót.al hjörtu springa af harmj á skilnaðarstundinni. En eg sýni aldrei vægft. Ekkert getur taflð mig né dregið afl úr armlegg mínum. Hann er stinnur þessi, þótt hann sé kaldur". — Það fór kuldahrollur um mig, er hann rétti úr armlegg sinum. — „Þegar eg legg hönd á brjóst einhvers, hætta lungun að anda og hjartað staðnæmist á augabragði*. „Hefur þú enga aðstoð i starfi þinu?“ „Jú, það held eg“, svaraði dauðinn, „það er margur mað- urinn, sem deyr fyrir tímann og flýtir þannig fyrir mér. Þeir spilla heilsu sinni með óhófi í mat og drykk eða saurlifnaði og alls konar óreglu. Einstaka læknir gjörir mér og margan greiða, en einkanlega eru vinsalarnir mér þarfir. Þeir fá samt ekki miklar þakkir frenrur en eg; væri eg sérlega hjartveikur, mundi mér blöskra bölbænirnar, sem deyjandi drykkjumenn lesa yfir þeim opt og einatt, og þegar eg sæki þá sjálfa heim, get eg stundunr farið margar mílur eptir vegi, sem hlaðinn or úr tómum bölbænum og formælingum frá viðskiptavinunum og hyski þeirra". „Viltu ekki segja mér frá einhverjum, sem þú hefur fund- ið í kvöld?* — „Eg er alveg nýkominn frá banabeði auðkýfings. Það var ógnar ríkismanna bragur á öllu i kringum hann, en honum leið samt sem áður ekki vel. Hann hafði raunar ekk- ert hugsað um mig, fyr en fótatak mitt heyrðist, þá varð hann hræddur. Já, hann var hræddur við mig og grátbændi mig um að bíða dálítið. ,Eg er ekki farinn enn að gæta að reikningnum við guð‘, sagði hann í örvæntingarróm. ,Eg

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.