Fríkirkjan - 01.05.1902, Qupperneq 6

Fríkirkjan - 01.05.1902, Qupperneq 6
70 “bærasta, en það er erfltt að geta ekki orðiS neinum að liði. Eg man þá tíð að enginn fátæklingur fór svangur frá okkur, nú stöndum við hér eins og visin tré, sem erum að eins fyrir“. „Jú, jú, góða mín!“ sagði Tobías, ,drottinn vor á himn- um þekkir okkur, og ef hann telur það rétt að við stöndum 'hér, þá stend jeg og er áhyggjulaus um það, hvort eg er verð- ugur til þess eða ekki“. ,Þú hefur allt af litið björtum augum á lífið“, sagði Berta gamla, „en segðu mér annars, til hvers höfum við unnið baki brotnu í 70 ár? Börnin okkar fjögur eru öll farin heim á undan okkur, æskuvinir okkar eru sömuleiðis farnir burtu. fað er eins og við séum í kirkjugarði. Þú manst sjálfsagt hvað við vorum glöð, þegar við vorum búin að draga svo saman að við gátum keypt húsið okkar, en nú erum við kom- in í skuld og höfum ekkert fyrir okkur að leggja i ellinni". „f*ú færð þó allt af skildinga íyrir sóplana þína“, sagði Tobías. „Já, guði sé lof fyrir það, en þeir skíldingar nægja þó tæplega til að bæta allra nauðsynlegustu þarflr okkar; við megum ekkert missa, getum engan glatt og engum orðið að liði. Getui'ðu sagt mér til hvers við sigum að lifa úr þessu?“ Tobías gamli stóð upp, og staðnæmdist andspænis konu sinni: „Já, eg get sagt þér það greinilega. í fyrsta lagi af þvi að guð vill það, í öðru lagi til þess að við fáum tíma og tækifæri til að læra boðorðin í skóla Jesú Krists, og í þriðja lagi til þess að við hættum að hugsa um góðverk okkar en gætum hins, að hjarta okkar snúi að guði“. „ Já, það er nú líklega satt, en eg skil þig samt ekki alveg, þú sagðir að við ættum að læra boðorðin, eg hélt að við kynnum þau úr kverinu okkar, við verðum vonandi aldrei svo gömul að við gleymum þeim“. „Góða Berta mín, við erum ekki einu sinni búin að læra fyrsta boðorðið“. Kona hans leit spyrjandi á hánn, og hann bætti þá við: „hvernig hljóðar þá fyrsta boðorðið?* Berta svaraði eins hátíðlega og hún hefði staðið á miðju kirkjugólfinu:

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.