Fríkirkjan - 01.05.1902, Blaðsíða 7
71
„Eg er drottinn þinn guí; þú skalt eigi aðra guði haía*.
„Hvað er það?“
„Það er, vér eigum yflr alla hluti fram guð að óttast,
hann að elska, og honum einum að treysta".
„ Já, rétt er nú það, við eigum að óttast hann, elska hann
og treysta honum fremur öllu. Þegar við höfum lært það
fyllilega, þá hættum við að kveina og kvarta og koma með
vafaspumingar. Eg hef oft hugsað, að ef drottinn kallaði mig
fyrir dómstól sinn í dag mundi hann segja: Eg hefi leyft þér
að lifa í svo mörg ár og þó hefurðu enn ekki lært fyrsta boð-
orðið.
Hlustaðu nú á Berta; þegar eg var nnglingur, hélt eg að
eg væri búinn með boðorðin fyrir löngu, þóttist hafa lært þau
í skólanum, en því eldri sem eg varð því betur sá »g að svo
var eigi og að mér gekk allstirt að læra þau, þó að jeg vaeri
að reyna það, nú skulum við reyna alvarlega að læra fyrsta
boðorðið, reyna að óttast og elska drottinn í hugsunum, orð-
um og verkum og treysta honum af öllu hjarta".
í sama bili marraði í garðhliðinu; það var presturinn, sem
kom að flnna gömlu hjónin.
„En hvað húsið ykkar er snoturt úti og inni, þótt þaðsé
orðið nokkuð gamalt*, sagði hann.
„Eins og við sjálf“, bætti Berta við.
„Jæja, hér er samt allt svo viðfeldið, og þess má líka
unna ykkur i ellinni".
Það var satt, það var öllum vel til þeirra, og enginn öfund-
aði þau af litla, snotra húsinu og fallega garðinum — en það
vissi heldur enginn að þau skulduðu Rósendal kaupmanni tvö
hundruð krónur og að húsið þeirra var veðsett fyrir þeirri
skuld.
Það var engum kunnugt um það að gömlu hjónin urðu
stundum að svelta heilu hungrinu til að geta reitt saman i
vextina af skuldinni, þau unnu í kyrþey og liðu í þyrþey.
En himnafaðirinn, sem sér hið hulda, vissi, hvers vegna þau
gátu ekki framar gefið til kirkju og fátækra eða til krisniboðs-
ins, — hann vissi það.