Fríkirkjan - 01.05.1902, Page 8
í72
Haustvindurinn þýtur um trén og kippir í blöðin, liklega
til að gæta að því, hvort þau séu vel föst á greinunum.
Eins þjóta áhyggjurnar um Tobías gamla og konu hans,
til að vita um, hvort þau haldi sér stöðuglega við guð, boðorð
hans og fyrirheit
Síðastliðið haust hafði Tobías ætlað að gera við þakið á
húsi sínu,en þá datt hann niður af þakinu og fótbrotnaði á
öðrum fætinum, — ekki nema öðrum, fullvissaði hann konu
sína um hvað eptir annað, sem grét mjög og þótti það meir
en nóg. Yiku eptir viku varð hann að liggja í rúminu og
þær vikur voru ekki hraðfara. Hann reyndi samt að hugga
Bertu og sagði að stofan þeirra væri aldrei snotrari en nú,
þegar hann væri allt af í sama horninu; en Bertu leizt það á
annan veg, enda gjörði gigtin henni full örðugt fyrir.
Yeturinn hafði borið fljótt að garði, og hrísið og við-
urinn í skúrnum var vonju fremur iítið, því tveir fætur gátu
ekki borið jafnt og fjórir. Berta hafði gengið fram af sér,
einn daginn komst hún ekki úr rúminu, og það var erfiður
dagur fyrir gömlu hjónin; þau gátu hvorki hitað upp stofun.na
né búið sér til mat. Veslings Berta var i þann veginn að
láta hugfallast, en Tobías hughreysti hana og sagði, að nú
hefðu þau óvenjulega gott tældfæri til að læra fyrsta boðorðið
óttast guð, elska hann.og treysta honum fremur öllu. Þegar
Berta hresst.ist fór hún að kaupa kaffi, því gamli maðurinn
vildi heldur vera svangur en kaffilaus.
Þegar hún ætlaði að fara að setja upp ketilinn, tók hún
eptir því, að hún hafði fengið óbrennt kaffi i staðinn fyrir brennt.
Hún var að hugsa um að snúa aptur til kaupmannsins og fá
skipti, og lét baunirnar hrynja í gegnum greipar sér.
„Sú er stór! En getur þetta annars verið kaffibaun? En
hvað er það þá?“ Hún fór með fund sinn að ljósinu. —
J?etta var þá stór steinhringur!
„Nei, sjáðu, hvað var í kaffibaununum", sagði hún við
Tobías.
Hann varð alveg forviða. Enn hvað steinninn glitraði!
„Berta, eg held hreint að þetta sé gimsteinn“.
fau kveiktu annað ijós, tii þess að geta betur skoðað
hringinn. Steinninn varð enn skærari, hann var gulur, rauð-