Fríkirkjan - 01.05.1902, Page 15

Fríkirkjan - 01.05.1902, Page 15
mannsins lagt lögbann fyrir einn af vörðunum, og er mi verið að sækja og verja það mál. Ólíklegt er nú að á því máli sé möguiegur nema einn endir, nl. að lögbannið verði fellt úr gildi. Og svo ekki meira um þetta að sinni. ----—o*o^c>—--- cffirRju Syggingin. Af kirkjubyggingunni er það að segja, að grunnurinn undir kirkjuna er þvi sem næst albúinn, efniviður til hennar fenginn og'byrjað i þessum mánuði að höggva saman grindina. Hef- ur bæjarfógetinn góðfúslega leyft að það væri gjört á hinni rúmgóðu lóð barnaskólans, og var það góður greiði. Milli þess- arar lóðar og kirkjustæðisins er lóðarspilda, sein Sigurður Thoroddsen á, verkfræðingur. Verður þess að, geta sem gjört er, að hann var með öllu ófáanlegur til að leyfa að gengið væri að kirkjustæðinu og fluttur þangað efniviðurinn yflr þessa landspildu hans; en grjót allt hafði verið dregið að á síðast- liðnum vetri niður tún landlæknis Jónasar Jónassonar, hafði þar verið ristur ofan af grasvörðurinn, en var lagður yfir apt- ur, þegar voraði. Var því ekki lengur hægt að fara þá leið, enda lá hún vel við grjótflutningnum, en illa fyrir flutning trjá- viðarins. Nú var úr vöndu að ráða; ómögulegt að komast á kirkjugrunninn nema fyrir fuglinn fljúgandi eða þá eptir tjörn- inni; og heldur.en að fara að útvega loptfar frá útlöndum, var það ráð tekið að leggja staurabrú i tjörnina með landi fram og framhjá þessari dýrmætu lóð verkfræðingsins. Þykir mörg- um kynlegt að sjá þessa kirkjubrú, og hefur þetta vakið all- mikla eptirtekt, að mönnum, sem eru að brjótast i því að koma upp kirkju, skuli vera gjört svona erflttfyrir. Vonandi er nú samt, að allt gangi vel eptir þetta og þrátt fyrir þennan erflðleika og auka kostnað. Er svo ráð fyrir gjört að kirkjan verði alsmíðuð fyrir 1. okt. næstkomandi, og þá að eins eptir að mála hana. En hvar á maður svo að ganga að kirkjunni, þegar liún

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.