Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 2

Fríkirkjan - 01.06.1902, Blaðsíða 2
82 Hér opt þeir höfðu þunga þraut, svo þráfalt tár um kinnar flaut. Nú þerruð brá þeim brosir á við drottins dýrðar skaut. Nú lifa þeir, þar líf er bezt og ljóssins fylling aldrei sezt, þar lífs við fljót með friðar hót er heilsað himingest. Því syngjum: Sæll, þú hetju her. Af hjarta syngjum: Vel sé þér, að hér varst trúr og hörmung úr nú sælu’ úr býtum ber. Þú háðung þoldir heims í reit; á himni guðs nú lúður þeyt; þú sáðir hér með sorg. Upp sker með engla sælli sveit. Já, hef upp pálma’ og heilög ljóð, því heims er runnin þrauta slóð: Um aldir dýrð sé drottni skýrð fyr’ lambsins blessað blóð. Fyrsta boðorðið. (Niðurl.) —:o:— Nú verðum vér að bregða oss yfir á kafflekrurnar í Guyana í norðaustu horninu á Suður-Ameríku. Kaffitrén standa hér í þéttum röðum og skammt frá stendur hús jarðeigandans. Hús- ið er fremur lágt, því að hér korna opt jarðskjálftar, en það er stórt og skrautlegt, og garðurinn bak við það er undur fagur.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.