Fríkirkjan - 01.06.1902, Qupperneq 14
94
um sé meinað að vera með í félagsskapnum, heldur af því að
kirkjan kaþólska mun vera óvinveitt þessari hreifingu eins og
öðrum hreifingum og félögum, sem hafa átt upptök sín meðal
mótmælenda og starfa í evangeliskum anda. Pannig er al-
kunnugt, hversu illa hinni kaþólsku kirkju hefur verið og er
við biflíufélögin.
Til skamms tíma hefur þessi kristilegi félagsskapur með-
al ungra manna verið með öllu óþekktur hér á landi; enda er
og eigi heldur iangt síðan að hreifing þessi hófst i öðrum lönd-
um. Það er tiltölulega ný hreifmg; en hún hefur náð skjótri
og mikilli útbreiðslu bæði í hinum gamla og nýja heimi.
Félögin skípta nú orðið mörgum þúsundum.
Hér á landi er hreifingin að eins í byrjun, hvort sem
henni auðnast að ná nokkurri útbreiðslu meðal vor- eða ekki.
í*að er að eins skammt síðan farið var að vekja máls á því, að
æskilegt væri og nauðsynlegt að stofna kristiieg unglingaféiög
hér á iandi. Það var gjört í „Kirkjublaðinu”. Gamali prest-
ur, síra Hjörleifur Einarsson á Undirfelli, var fyrsti maðurinn
tii að sjá og benda á þýðingu þessa málefnis; mun hann hafa
komið upp einhverjum vísi ungiingafélags í prestakalii sínu;
vera má og að það hafi verið víðar, en eigi höfum vér minni
til, að vér hófum heyrt né séð þess getið.
En árið 1898 kemur maður til sögunnar, sem hlýtur að
teljast hinn eiginlegi höfundur þessa félagsskapar hér á landi.
]?að er síra Friðrik Friðriksson, núverandi prestur við holds-
veikraspítalann, maður með eldlegum áhuga á að efla sannan
og iifandi kristindóm. Hann hefur á þessum síðustu árum
komið upp all-fjölmennu kristilegu félagi ungra manna- hér í
Reykjavík. Eigi hefur hinni óþreytandi starfsemi hans að máli
þessu verið veitt eins mikil eptirtekt, eins og hún hefði átt
Bkilið.
Priðja manninn verður að nefna. Það er séra Friðrik
Hallgrímsson á Útskálum, ungur prestur og áhugamikill, sem
hefur stofnað unglingafélag í prestakalli sínu.
Vera má, að einhverjir fleiri prestar hafi komið á slíkum
félagsskap i sóknum sínum; en eigi er oss það kunnugt.
Yfir höfuð hefur málefninu enn sem komið er næsta lítið
verið sinnt. Jafnvel hér í höfuðstaðnum, þar sem mest hefur