Kirkjublað - 15.04.1934, Page 2

Kirkjublað - 15.04.1934, Page 2
102 KIRKJUBLAÐ vonda yfirbuga þig, heldur sigra 'þú illt með gó8u“. Það getur virzt undarleg regla. En þeim, sem reynir hana, mun hún reynast rétt. Vald er veikara en gæði. (Lauslega þýtt.) Um söguna af manni einum og samvizku hans. Eftir Knút Arngrimsson. Framh. Þetta gerist árið, sem innanlandsófriðurinn hefst. Prestarnir tveir, Hastig og Bro, verða þess brátt varir, að líf þeirra er í hættu. Samt starfa þeir eftir mætti. Bro þarf ekki ósjaldan að jarða myrta menn og vera sjónar- vottur að örvæntingu ekkna og barna, sem byssukúlur uppreisnarmannanna hafa dæmt til einstæðingsskapar og varpað í örbyrgð. Hryðjuverkunum fjölgar. Brátt verða þau daglegt brauð.—Kirkjur eru brotnar upp, skemmdar og brennd- ar, — prestar myrtir, — sumir krossfestir. Hastig og Bro verða að fara huldu höfði, meðan höfuðborgin er á valdi uppreisnarmanna. Bro fær þá fregn, að bróðir hans, sem var óðalseigandi 1 byggðarlagi einu, hafi ver- ið myrtur. Hann fær ekki varizt því, að hatur til þessara trylltu böðla blossar upp í sál hans, og hann biður þeim óbæna. Koma þýzka liðsins til Helsingfors er honum því fagnaðarefni, og ekki veldur það honum minnigleði, þeg- ar Mannerheim heldur þangað hrósandi úrslitasigri. —- Þann dag fagnar Bro af hjarta, — en það er líka síð- asti gleðidagur æfi hans. Um kvöldið fær hann boð frá Hastig um að koma út á Sveaborg og búast þangað til lengri dvalar.

x

Kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.