Kirkjublað - 15.04.1934, Page 8

Kirkjublað - 15.04.1934, Page 8
108 KIRKJUBLAÐ hefir bætzt þessi nýi straumur, en þá heitir trúin krist- indómur. Eitt hið undursamlega við trúarbrögðin, ef vér lít- um á þau, þar sem starfandi kraftar þeirra birtast, og sem í rauninni bregður upp fyrir oss nýju framtíðar- viðhorfi, er það, að í eðli sínu eru þau samleitin. Þetta er eitt hið mikilvægasta atriði til rétts skilnings á þeim, og í því er fólgð eitt megin gild þerra. Lítum t. d. á gyðing- dóminn. Auk elztu greina hebreismanns, er hann sam- runi egypzkra, babilonskra, persneskra og jafnvel ind- verskra trúarbragða. Mætti víðar og lengra rekja. Trúar- brögðin eru gróandi, eins og lífið sjálft. Þau eru starf- andi varðveizla alls þess andlegasta, háleitasta og guð- dómlegasta, sem mannsandanum hefir gefizt kostur á að sjá og reyna. Þau eru hinn himneski sjóður mann- kynsins, og það er alveg- víst, að lífið á jörðu gæti verið fagurt og heillandi, ef vér aðeins sjálfir gætum verið betur lifandi. Annað, og ekki síður undursamlegt, í eðli trúar- bragðanna er það, að allar meginlindir þieirra, spámann- legar opinberanir allra alda, sverja sig í ætt saman að eðli og uppruna, svo að ekki er um að villast skygnu auga. Vér þekkjum t. d. þá Konfúsíus og Budda í Kristi. Dæm- in má taka af handahófi. Líkingin getur verið misjafn- lega sterk, spámennirnir eru alltaf að vissu leyti þeir sjálfir og trúarbragðahöfundarnir hafa sína megineink- unn. En nánar aðgætt er hið andlega bróðerni ótvíræðast af öllu. Sagan og samanburðarguðfræðin sjá hér sam- fellda málefna-þróun. Sú skýring er rétt aðeins að vissu marki. Að svo miklu leyti, sem hver spámaður eða trú- arbragðahöfundur rís yfir samtíð sína er hún ósönn, enda 'í mótsögn við eðli spámannlegrar opinberunar, sem er fyrst og fremst persónubundin, andleg reynsla. E?' sambandið milli allra spámannlegra opinberana sýnr fyrst og fremst, að öll spámannleg reynsla er af einum og sama uppruna á ýmsum tímum. Það er hið lærdóms- ríka. bví að það skýrir hvorttveggja, uppruna trúar-

x

Kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.