Kirkjublað - 15.04.1934, Blaðsíða 14

Kirkjublað - 15.04.1934, Blaðsíða 14
114 KIRKJUBLAÐ þróun séu uppspretta þeirra verðmæta, sem skapa fai sælast líf og fullnægi á fyllstan hátt kröfum mannsins til lífsgæðanna. Þetta er sú skoðun, að vandamál mann- kynsins sé fyrst og fremst félagslegt vandamál. En deil- an er um það, hvort réttara upphaf sé, að endurleysa sálina, eða byggja umhverfið, hvort æðra sé, guðinn- blásinn andi, eða vélgengi og skipulagning. Framh. Hvað er fyrir austan austrið? Tveir félagar hittust á förnum vegi. Annar þeirra kom frá Austurvegi. Þeir töluðu saman á þessa leið: Heyrðu félagi, hefir þú ekki hugsað um það, hvað það er barnalegt að trúa því, að Guð hafi skapað allt. Ef að Guð hefir skapað allt, hver hefir þá skapað Guð? Nei, félagi, en eg hefi oft hugsað um það, hvað þeir menn eru grunnhyggnir, sem veiklast í guðstrúnni fyrir því-líkar meinlokuspurningar. Eg er nú ekk- ert að rengja þig um, að þú hafir farið austur í lönd. Þú getur víst meira að segja komist loftleiðina austur fyrir allar stjörnur, sem við sjáum, og margfalt austar að minnsta kosti í huganum. En þú kemst væntanlega ald- rei svo langt í austur, hvorki í huganum né á annan veg, að þú getir sagt mér, hvað er fyrir austan austrið. Halldór Kolbeins. FRÉTTIR Dr. phil. Ame Möller hefir dvalið hér í Reykjavík undaníar- ið. — Hann messaði i Dómkirkjunni 2. páskadag. — Síðan flutti hann fjóra fyrirlestra í Hágkólanum um áhrif frá Þýzkalandi og' Englandi á 17. öld á íslenzkan og' danskan sálmakveðskap og pré- dikun, einkum Passiusálma Hallgríms Péturssonar, Vídálínspostillu og Passíusálma King'os. — Dr. Arne Möller reit doktorsritgerð sína

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.